
(13) Page 11
Nám á háskólastigi
Virkir og metnaðarfullir háskólar eru ein af undirstöðum nútíma velferðarþjóð-
félags. Tryggja verður skilvirkni þeirra og efla samstarf þannig að það fjármagn
sem til ráðstöfunar er nýtist sem best.
Á undanförnum áratug hefur átt sér stað mikil fjölgun skóla á háskólastigi sem
búa nemendur undir störf sem krefjast sérhæfðrar menntunar. Til að tryggja fjöl-
breytni í menntun er mikilvægt að hver skóli hafi sína sérstöðu og þrói kennslu og
rannsóknir á sínu sviði. Til þess þarf virka samvinnu milli menntastofnana.
Fjárveitingar til skóla, sem kenna á háskólastigi, hafa ekki verið í neinu sam-
ræmi við þær kröfur sem til þeirra verður að gera. Peim er því ekki mögulegt að
sinna hlutverki sínu svo vel sé. Fjárframlög til rannsókna hafa farið minnkandi á
undanförnum árum og námsframboð hefur minnkað. Meðan þannig er búið að
þessum menntastofnunum er þess vart að vænta að þær verði aflvaki þeirrar ný-
sköpunar sem nauðsynleg er í íslensku þjóðlífi.
Þó að hér á landi búi aðeins fjórðungur úr milljón eigum við háskóla, sem er á
heimsmælikvarða í fjölmörgum greinum. Mikilvægt er, að þannig verði búið að
Háskóla íslands, að hann geti áfram haldið þeirri stöðu og sinnt því hlutverki sínu
að vera miðstöð grunnrannsókna og náms til æðri prófgráða.
Háskólamenntun hefur lengst af verið miðuð við þarfir og hugmyndaheim karla
en kvennarannsóknir hafa stuðlað að breyttu viðhorfi. Stuðningur við íslenskar
kvennarannsóknir er þó afar takmarkaður og konur eru í miklum minnihluta í
hópi fastráðinna kennara og stjórnenda. Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað
mjög á undanförnum árum og eru konur þar nú í meirihluta. Skólarnir þurfa að
taka mið af þessum breytingum og laga starf sitt að þörfum beggja kynja.
Tæknibyltingin mikla og þjóðfélagsbreytingar henni samfara halda áfram með
enn meiri hraða en fyrr og því er nauðsynlegt að allir tileinki sér það viðhorf að
stöðugrar endurmenntunar sé þörf. Mikið liggur við að háskólastofnanir séu skil-
virkar og tileinki sér breytingar jafnóðum. Upplýsingatækni hefur stytt vegalengd-
ir og gert heiminn að einu samskiptasvæði. Til að taka þátt í þeim samskiptum
verða starfsmenn og nemendur að hafa aðgang að þeirri tækni sem til þarf. Sú
samskiptatækni eykur möguleika nemenda til að menntast þó að þeir eigi ekki
heimangengt, jafnt við íslenska sem erlenda háskóla. Því verður að sjá til þess að
þessi samskiptatækni verði verðlögð með sanngjörnum hætti og aðstaða verði
sköpuð sem víðast til að fólk geti notfært sér hana.
Kvennalistinn vill:
2 að menntun á háskólastigi standi öllum jafnt til boða óháð efnahag og
varar því við hugmyndum um skólagjöld og hækkuð innritunargjöld,
2 að í öllum skólum og námsgreinum verði gefinn kostur á sveigjanlegu
námi,
11
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Page 49
(52) Page 50
(53) Page 51
(54) Page 52
(55) Page 53
(56) Page 54
(57) Page 55
(58) Page 56
(59) Page 57
(60) Page 58
(61) Page 59
(62) Page 60
(63) Page 61
(64) Page 62
(65) Page 63
(66) Page 64
(67) Back Cover
(68) Back Cover
(69) Scale
(70) Color Palette
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Page 49
(52) Page 50
(53) Page 51
(54) Page 52
(55) Page 53
(56) Page 54
(57) Page 55
(58) Page 56
(59) Page 57
(60) Page 58
(61) Page 59
(62) Page 60
(63) Page 61
(64) Page 62
(65) Page 63
(66) Page 64
(67) Back Cover
(68) Back Cover
(69) Scale
(70) Color Palette