loading/hleð
(16) Page 10 (16) Page 10
IO Hann reið í hlaðið á Hjarðarholti — og Hrefna kona hans stóð í dyrum, og fagnaði hon- um vel. Hún spurði hann hvort Guðrún hefði faldað motrinum. Kjartan brá lit og svaraði hrjóstuglega um leið og hann gekk inn : »Ekki þurfti Guðrún að falda motrinum til þess að hún beri af öllum konum, sem nú eru á íslandin. Hjarta Hrefnu þrútnaði mjög við þetta svar. Ast táraðist — Heipt hló. * * »Hjer mætumst við þá enn á ný», sagði Heipt við Ast nokkru síðar, er þær samhliða svifu yfir val fyrir sunnan Hafragil — og hún rendi háðsfullum augum til Bolla, þar sem hann sat undir höfði Kjartans meðan honum var að blæða til ólífis. »Hjer sjerðu ávexti erfiðis þíns!» Guðrún eggjaði Bolla til vígsins». Ast svaraði engu. — Hún sveif á burtu og úthellti mörgum heitum tárum yfir stein- hjarta þessarar fögru en misvitru konu, er sat og hamaðist við rokk sinn, meðan bóndi henn- ar vo Kjartan. En ekki þíddu þó tárin klak- ann af hjarta hennar heldur. Jpegar Bolli kom inn, var andlit hennar fölt sem hins myrta manns, en samt stóð hún upp brosandi og mælti:


Kjartan og Guðrún

Year
1886
Language
Icelandic
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Link to this page: (16) Page 10
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.