loading/hleð
(20) Blaðsíða 14 (20) Blaðsíða 14
»4 og himni, kærleikanum. Grátdrættir sáust í hinu gamla og hrukkótta andliti hennar, og í sömu svipan hrukku heit tár í stanslausum straum niður hina fölu vanga. Herdísi brá nijög, er hún sá ömmu sína gráta, — hun gekk til hennar, lagði hendur um háls henni og sagði : »|>ú ert að gráta dauða |>orkels bónda þíns? f>að er mikil vorkun». »Nei, sá er gauð sem grætur slíkt. Yfir- sjónir einar verðskulda tár — því saklaust barn- ið þekkir það ekki». Guðrún stóð upp og þerrði augu sín með þeim hinum sömu blæjum, er Helgi Harðbeins- son hafði þerrað með spjót það, er hann vó með Bolla mann hennar. Blæjur þessar hafði hún geymt sem hefndaragn, er hún hvatti syni sína til föðurhefnda. Nú þerrði hún með þeim tár — frumburði augna sinna, er hún fórnaði á altari ungdóms-ástar til afplánunar æfi—synda. — þær gengu út úr kirkjunni, enda var þá nóttin liðin, og sást í austri roða fyrir degi. þessi nótt var líka fyrsti bjarmi fagurs dags, er rann upp fyrir Guðrúnu Osvífursdóttur. Hagl og klaki hjarta hennar þiðnaði, og fagurt ljós trúar og vonar og kærleika lýsti upp æfi- kveld hennar. þá fyrst sást hennar sannamik- ilmennska.


Kjartan og Guðrún

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 14
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.