(17) Blaðsíða [15] (17) Blaðsíða [15]
Henri Chopin 9, rue des Mésanges Sceaux 26. nóvember 1964 Kœra vinkona. Þér hafið beðið mig um að skrifa formála fyrir sýningu yðar á Islandi, og ég hef fallist á að skrifa hann, upplifa hann að minnsta kosti. Svo ákvað ég nokkrum dögum síðar að senda yður heldur þetta bréf, sem er nokkurs kon- ar samtal um árin sem fara í hönd. Sjálfur hef ég misst trúna á réttmceti venjulegrar gagnrýni, þegar um listsköpun er að rceða. Því vilji menn tala um málverk, höggmyndir, bókmenntir, eða hvað sem er annað, er nauðsynlegt að styðjast við eins konar „málfrceði", sem á við þá grein, sem fjallað er um. Síðan getum við rcett við listunnendur og listþekkjara með hjálp þessarar málfrceði og dregið fram í dagsljósið dirfsku, frjálsrceði, og hver veit hvað, ásamt þeirri uppbyggingu, sem þeir þekkja þegar. En þannig er ástatt fyrir okkur — og þess vegna er erfitt að skrifa formála — að síðan abstraktlist í málverki og dadaismi í skáldskap komu fram, höfum við týnt niður málfrœði okk- ar. Hvernig getum við úr því talað um nýja list, sem nóg er af á okkar tímum, með því að nota mál sem átti við um Delacroix, Van Gogh eða Rubens. Eg set þessi nöfn fram ruglings- lega og bið yður að afsaka það. Um hvaða list sem um er að rœða og hver sem aðferðin kann að vera, fullyrði ég að á tutt- ugustu öld er ruglingurinn alger, þegar rcett er um list. Svo við tölum um fyrirbœri sem allir þekkja, þá nota sumir orðið „húmanismi" um Mondrian aðrir tala um „Op art" í sambandi við Vasarely og með orðum sem voru Pascal og Montaigne kœr og svo dœmi sé nefnt nœr okk- ar tímum, Valéry. En er þetta ekki út í bláinn? Er það ekki kjánaskapur að tala um Vasarely með orðum, sem eiga við Rembrandt? Að sjálfsögðu er ég með þessu að ráðast á gagnrýnandann, og ég er ekki enn að tala um yður, auðvitað. Eg kem að því síðar. Og mér er það síður en svo á móti skapi að rita þenn- an formála. En það er eftir þessum krókaleiðum, sem ég mun koma að yður. I fyrsta lagi sé ég aldrei svo mynd eftir yður, að mér komi ekki í hug, að athöfnin sé fráskilin málverkinu, jafn- vel sjálfu listaverkinu. En áður verður mér hugsað til þess heims, sem ég lifi í, því sjálfur trúi ég fyrst og fremst á veröldina og lífið, sem kemur á undan listaverkinu, sem borið er fram fyrir mig. Einnig á


Eyborg Guðmundsdóttir

Ár
1965
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Eyborg Guðmundsdóttir
https://baekur.is/bok/c942aae3-ebeb-48e1-9c22-ad4033ff5df2

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða [14]
https://baekur.is/bok/c942aae3-ebeb-48e1-9c22-ad4033ff5df2/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.