loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
FORMÁLI í Árbók Landsbókasafns 1967 var birt skrá um íslenzka bókaútgáfu 1887—1966 eftir Ólaf F. Hjartar, og var hún reist á Skýrslu um bókaútgáfuna 1888—1962, er Ólafur hafði tekið saman og birtist í afmælisriti Bóksalafélags íslands 1964. í inngangi Ólafs að skránni 1967 dró hann fram ýmsar athyglisverðar tölulegar upplýsingar svo sem um fjölda rita í einstökum efnisflokkum og fleira þess háttar. Þar kemur fram m.a., að á umræddu tímabili hafi verið gefín út 940 rit í Kaupmannahöfn, en í Kanada og Bandaríkjunum 970. Þessi niðurstaða leiddi til þess, að Ólaf fýsti að kanna sér- staklega íslenzka útgáfustarfsemi vestan hafs og annars staðar í tengslum við landana vestra, og er ávöxtur þeirrar könnunar skrá sú, er hér birtist og bundin er við rit á íslenzku. Ólafur F. Hjartar hefur unnið að þessu verkefni, þegar honum hefur orðið i milli frá aðalviðfangsefni sínu í safn- inu, sem er forstaða hinnar erlendu deildar þess frá því er hún var stofnuð, flokkun erlendra rita o.fl. Ólafur hefur í skránni um Vesturheimsprentið, er við köllum svo, fyrst og fremst stuðzt við þau rit af því tagi, sem til eru í Landsbókasafni íslands, en jafnframt leitað víðara fanga, fór t.a.m. til Winnipeg sumarið 1977 og kann- aði bókakost íslenzku bókadeildarinnar í bókasafni Mani- tobaháskóla og naut þar góðrar fyrirgreiðslu og gestrisni háskólans fyrir atbeina Haralds Bessasonar prófessors. Þá hefur Ámi Bjamarson bókaútgefandi á Akureyri orðið að miklu liði, þar sem hann á ýmis rit umfram Landsbókasafn þess efnis, er hér um ræðir og hann hefur aflað á ferðum sínum vestan hafs. Þótt þannig hafi verið reynt að afla sem víðast fanga til skrárinnar, er ljóst, að hún er engan veginn tæmandi. Þá er og erfitt að draga skýr mörk um það, hvaða efni skuli tekið í slíka skrá, og gerir Ólafur F. Hjartar grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem hann hefur fýlgt. Hvað um það, er hér saman kominn mikill stofn, sem auka má síðar við, eftir því sem fyllri vitneskja fæst. Þess er loks að geta, að skrá þessi er gefin út í tilefni af aldarafmæli Heimskringlu en hún hóf göngu sína í Winnipeg 9. september 1886. Tvö stórfyrirtæki hafa dyggi- lega stutt Landsbókasafn íslands til útgáfu þessarar skrár: Morgunblaðið, sem annaðist setningu allrar skrárinnar og umbrot, og Prentsmiðjan Oddi, sem prentaði hana og hefti. Ég flyt Haraldi Sveinssyni, forstjóra Morgunblaðsins, Þorgeiri Baldurssyni, forstjóra Prentsmiðjunnar Odda, og starfsmönnum prentsmiðjanna beggja beztu þakkir, um leið og minnzt er með virðingu og þökk bókaiðju landanna vestra og annarra, sem látið hafa sér annt um hana. Landsbókasafni Islands, 9. september 1986, Fínnbogi Guðmundsson. INNGANGUR Bókavörður, sem vinnur í Landsbókasafni íslands, kemst ekki hjá því að kynnast vikublöðum Vestur-íslendinga, Heimskringlu og Lögbergi. Þessi biöð, sem komu út í risa- stóru broti, áttu ekki sína líka á íslandi um langt skeið. Heimskringla kom fyrst út í Winnipeg 9. september 1886. Frímann B. Amgrímsson (Anderson) var aðalstofnandi blaðsins. Vikublaðið Lögberg hóf göngu sína tveimur árum síðar, 14. janúar 1888. Það kom út til ársins 1959, þegar blöðin sameinuðust í eitt blað, sem nefnist Lögberg-Heims- kringla. Þá var enskan farin að sækja mikið á, eins og þeir vita, sem fylgst hafa með þessu blaði að vestan. Tvö blöð höfðu verið gefín út á undan Heimskringlu. Hið fyrra var blaðið Framfari í Nýja íslandi, sem kom út frá 10. september 1877 til 10. apríl 1880. Ritstjóri var Halldór Briem. Áskrifendur voru 300 í Vesturheimi og 300 á íslandi. Hið síðara kom út í Winnipeg, blaðið Leifur frá 5. maí 1883 til 4. júní 1886. Ritstjóri Leifs var Helgi Jóns- son. Bæði blöðin urðu að hætta útkomu sökum fjárskorts. Það hlýtur að vekja athygli þeirra, sem huga að bók- fræði, hve mikill stórhugur hefur staðið að baki þessari blaðaútgáfu, þegar miðað er við það, hve fámennt þjóðar- brotið var og fjárhagur þess þröngur. Eins og fram kemur í formála hér að framan, vakti það athygli mína í skýrslu um bókaútgáfu frá 1887—1966, hve hlutur Vestur-íslendinga var tiltölulega mikill. Mér kom þá til hugar, að fróðlegt væri að leiða í ljós í einni skrá, hversu lengi íslenskan hefði haldið velli í Vesturheimi. Það, sem hvatti mig til að hefjast handa, var m.a. að ég rakst á vélritaða skrá um vestur-íslensk rit, er starfsbróðir minn, Haraldur Sigurðsson, tjáði mér, að Þorsteinn Þ. Þor- steinsson skáld og rithöfundur hefði tekið saman. Hann dvaldist hér á íslandi 1934—37 og kynnti sér m.a. rit að vestan í eigu Landsbókasafns. Einnig er til í Landsbóka- safni skrá yfir bækur, sem Davíð Bjömsson bóksali í 3
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Blaðsíða 65
(68) Blaðsíða 66
(69) Blaðsíða 67
(70) Blaðsíða 68
(71) Blaðsíða 69
(72) Blaðsíða 70
(73) Blaðsíða 71
(74) Blaðsíða 72
(75) Blaðsíða 73
(76) Blaðsíða 74
(77) Blaðsíða 75
(78) Blaðsíða 76
(79) Blaðsíða 77
(80) Blaðsíða 78
(81) Blaðsíða 79
(82) Blaðsíða 80
(83) Blaðsíða 81
(84) Blaðsíða 82
(85) Blaðsíða 83
(86) Blaðsíða 84
(87) Blaðsíða 85
(88) Blaðsíða 86
(89) Blaðsíða 87
(90) Blaðsíða 88
(91) Kápa
(92) Kápa
(93) Kvarði
(94) Litaspjald


Vesturheimsprent

Ár
1986
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
92


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vesturheimsprent
https://baekur.is/bok/dbc0dffa-42e1-4e04-90d3-8f55264c0127

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/dbc0dffa-42e1-4e04-90d3-8f55264c0127/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.