loading/hleð
(8) Blaðsíða 4 (8) Blaðsíða 4
I breytíngu, ogvilja, hverogeinn fyrir sitt leyti, stuðla til j>ess af öllum þeim mætti sem þeim er gefinn, a5 sem hamíngjusamlegast megi tiltakast; og, satt að segja, veit jeg ekki hvar ást vor til fósturjatð- arinnar ætti fremur niður aö koma enn á þessari vorri einustu vísindastiptun, sem landið hefur að mestu að að húa; því óhappasælt er það fyrir sjer- Iivert land, ef flytja skal til þess visindi eins og annan varníng, úr öðrum löndum, er eigi getur fluzt nema á vissar hafnir; þessvegna er helzt að hinu að húa sem lieima fyrir er og næst manni. Vjer megum ekki gleyma, að menntun sú, sem skólinn á að veita, er ekki vegná þeirra sem í hon- um eiga að læra, hehlur vegna landsins alls. Skól- inn er fyrir landið, en ekki fyrir hina lærðu; því það er svo tilætlazt, að þeir sem þar nema, nemi í þeim tilgángi að geta ásíðan þessbetur gagnast öðr- um, þessi stiptan er því ekki einstakleg heldur al- pjó⋚ hún er fyrir alla þá, sem nú lifa í landinu og fyrír þá, sem koma munu; frá einni kynslóð til annarar skal hún gánga í erfðir, og einsog Ingólfur nam hjer fyrstur land, svo munu og niöir hans og eptirkomendur vitja híngað víðsvegar úr Iandinu til að nema vizku og siðgæði, flytja þetta aptur heim með sjer, og af góðum sjóð hjarta síns útbýta apt- ur öðrum af því er þeir meðtóku. Að vísu veitizt hænum Reykjavik bæði prýði og álit með skólanum, en liann var þess og maklegur; siðsömum únglíngum er hjer ekki meiri hætta búin, nema minni sje, enn annarstaðar; margra augu gæta þeirra; hinir ósiðsömu, ef nokkrir skyhlu verða, inunu þekkjast úr, og er það betur fyr enn seinna; því ekki mega þeir verða annara leiðtogar, sem ekki kunna aö gæta sóma síns á æsku árunum, og þótt sumum kunni þykja það vafasamt, þá er það samt


Ræða við vígslu Latínuskólans í Reykjavík 1. dag octóbr. mán. 1846

Ár
1846
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræða við vígslu Latínuskólans í Reykjavík 1. dag octóbr. mán. 1846
http://baekur.is/bok/35c9c760-33c8-4fc1-8406-4a14cdd3012c

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/35c9c760-33c8-4fc1-8406-4a14cdd3012c/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.