(11) Blaðsíða 9
Kortasafn Háskóla íslands
9
þessa korts entust þó furðu lengi, og fram á
17. öld var Frislanda, eins og þá var aftur
farið að nefna landið, sýnt á kortum.
Árið 1532 kom út ný Norðurlandalýsing
eftir Jacob Ziegler, þýskan farandlærdóms-
mann. Bókin er oftast nefnd Schondia, en
hefur annars firna langt heiti að þeirra tíma
hætti. Henni fylgir nýtt Norðurlandakort,
þar sem hin suð-norðlæga stefna Skand-
inavíu kemur fyrst til sögunnar. Áður var
stefna skagans oftast frá austri til vesturs.
Kortið markar þannig drjúg spor í korta-
sögu Noregs og Svíþjóðar, en sama verður
tæplega sagt um ísland, sem er löng eyja og
fremur mjó frá norðri til suðurs. Kortið
bendir til ákaflega takmarkaðra kynna af
íslandi. Af ömefnum á landinu eru nefndir
biskupsstólarnir báðir og Hekluskagi, og
kemur hið fræga eldfjall hér fyrst við sögu á
landabréfi, en mun þó ruglað saman við
Snæfellsjökul. Önnur staðanöfn eru sótt til
rúnaheita Clavusar. Kort Zieglers hlaut
takmarkaða útbreiðslu. Það var þó tekið
upp í Ptolemeusar-útgáfur næstu áratuga og
nokkur önnur kort og hnattlíkön.
Það bjó Ziegler-kortinu feigð, að sjö árum
síðar kom út nýtt Norðurlandakort og miklu
rækilegra eftir Olaus Magnus. Það var
prentað í Feneyjum árið 1539. Höfundurinn
var sænskur kirkjuhöfðingi, sem fór land-
flótta við siðaskiptin og dvaldi til æviloka 1
Þýskalandi og á Ítalíu, þar sem hann hlaut
erkibiskupsnafnbót. Kortið er um margt hið
merkilegasta og óþrjótandi uppspretta
fróðleiks um þjóðtrú, menningu og at-
vinnuhætti Norðurlandabúa og náttúru
landanna. Þetta á þó að sjálfsögðu fyrst og
fremst við um Svíþjóð, þó að margt fljóti
með um önnur Norðurlönd. Síðar ritaði
Olaus mikla bók og fróðlega um sama efni,
eins konar fylgitexta með kortinu.
ísland er í aðaldráttum sporlaga og meg-
instefna þess frá suðvestri til norðausturs.
Nokkur örnefni eru á landinu, sem benda til
aukinna kynna, þó að annað beri takmörk-
uðum og vafasömum heimildum vitni. Þau
hafa líklega orðið á vegi höfundarins í
hafnarbæjum Norður-Þýskalands og Nið-
urlanda, en þaðan voru miklar fslandssigl-
ingar til verslunar og fiskveiða. Heimildir
þessar eru nú flestar ókunnar, en það bendir
á tilvist þeirra, að Gerhard Mercator virðist
hafa notað svipuð gögn, sjálfstætt og óháð,
þegar hann gerði hnattlíkan sitt árið 1541.
Sumir halda því raunar fram, að hann fari
þar eftir korti Olaus. Á síðari kortum sínum,
Evrópukortinu 1554 og heimskortinu 1569,
tók Mercator upp mest af því umframefni,
sem Olaus hafði um Island. Það gæti ásamt
fleiru bent til þess, að hann hafi ekki þekkt
kort Olaus, þegar hann gerði hnattlíkan sitt,
enda er það ekki nema tveim árum eldra.
íslandskort þeirra Olaus og Mercators
mörkuðu svo gerð flestra prentkorta næstu
hálfa öld, og dró þar drýgst til, að Abraham
Ortelius tók hana upp í hið nýja og fræga
kortasafn sitt, Theatrum orbis terrarum, en
af þeirri bók komu út á milli þrjátíu og
fjörutíu útgáfur á árunum 1570—1612. Ort-
elius varð raunar fyrstur til þess að birta hið
nýja íslandskort Guðbrands biskups, en að
þeirra tíma hætti lét hann hina fyrri gerð
standa óbreytta við hlið þess. Á sjókortum,
en þau voru sjaldnast prentuð um þessar
mundir, var hin forna Fixlanda- eða Frís-
landagerð enn ríkjandi, oftast í hinni end-
urskoðuðu gerð Portúgala og Frakka og
með heitinu Island.
En þá er það sem íslandskort Guðbrands
Þorlákssonar kemur til sögunnar. Ekki er
vitað með vissu, hvenær það er gert, því að
kortsins er sjaldan getið í íslenskum heim-
ildum. Það birtist fyrst í Additamentum IV,
Theatri orbis terrarum, viðaukabindi nýrra
korta, sem Ortelius gaf út við safn sitt árið
1590. Á kortinu sjálfu stendur, að mynda-
mótið sé gert 1585, svo að það hlýturað vera
eitthvað eldra. Kortið erekki eignað biskupi
sjálfum, heldur dönskum fræðimanni,
Anders Sorensen Vedel (Andreas Velleius),
sem mun hafa fengið það og sent Orteliusi.
Fimm árum síðar (1590) birtist kortið í
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald