loading/hleð
(22) Blaðsíða 18 (22) Blaðsíða 18
18 höfðu gjört hans vegna, að fræðarar hans og vinir færu að fagna af fagurri uppskeru velbrúk- aðra ungdómsára. En þá var líka sú stund komin, er gjörði enda á hjerveru lians. Yonin átti ekki að rætast, hinn fagri vísir ekki að bera fullvaxta blóm — hann hnje í dauðans djúp. Og hvað skulum vjer þá hjer til segja? Get- um vjer í því, sem hjer er skeð, huggað oss við það, sem ávallt annars er vant að veita oss hina beztu huggun, að allt, sem guð gjörir, sje vel gjört? Jú vissulega. Að visu eru oss guðs vegir of háir og óskiljanlegir, en hinn trúaði efast samt eigi, örvæntir eigi, heldur hefur huga sinn í hæðir og segir: allir vegir guðs eru ein- skær miskun og trúfesti. Og einmitt þetta er það, sem jeg nú vildi minnast á, oss öllum til huggunar við það, sem hjer er skeð. 5jer kveinið ogkvartið, kærirvinir, að guð hafi ekki gjört vel við hinn framliðna, að láta hans glaða lífsljós svo snemma slokkna, hans fögru hjerveru svo skjótt enda taka; yður virðist, að hann lengi hefði átt að njóta þess, að fá að gleðja sig við hjerveru sína. En vitið þjer þá, hvað hans má ske hefði beðið, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið? ,hvort lífið þámundihafa orðið honum til gleði eða sorgar? Allt hingað til hafði lífið að vísu að eins sýnt honum blíðu sina. Hann stóð í blóma síns lífs, var gæddur fríðri sál í fríðum líkama, hafði nægilegt af öllu


Ræður haldnar við útför skólapilts Jóns Jónssonar.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður haldnar við útför skólapilts Jóns Jónssonar.
http://baekur.is/bok/88cd278d-b3d7-4f1b-9fa6-5d256cbccc62

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/88cd278d-b3d7-4f1b-9fa6-5d256cbccc62/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.