loading/hleð
(16) Blaðsíða 14 (16) Blaðsíða 14
Dagvistir Geysileg mótsögn er í viðhorfum til bameigna í þjóðfélaginu. Sjálfsagt þykir að fólk eignist böm, en þegar þau eru fædd má segja að þjóðfélagið sé þeim fjandsamlegt. Dagheimili em allt of fá og litið er á þau sem geymslustaði í neyðartilvikum en ekki sem góðan kost sem öll börn eigi rétt á. Ástandið í dagvistunarmálum á meðal annars sinn þátt í því hve bameignum hefur fækkað hér á undanfömum ámm. Öll böm ættu að eiga völ á a.m.k. 6 tíma dagvist í heimahverfi sínu óháð atvinnuþátttöku, efnahag og hjúskaparstöðu foreldra. Hraða þarf uppbyggingu dagheimila. Reisa þarf ný heimili á fljótvirkan og einfaldan hátt og kaupa eða leigja húsnæði sem hentar til dagvistunar. Á dagheimilum á að fara fram markvisst uppeldisstarf unnið af fóstmmenntuðu fólki. Slíkt fólk fæst ekki til starfa og náms, nema að laun fóstra verði í samræmi við þá miklu ábyrgð sem því fylgir að ala upp nýja þjóðfélags- þegna. Vegna skorts á dagheimilum hefur vistun barna á einkaheimilum aukist vemlega. Við teljum vistun á einkaheimilum neyðarúrræði, meðal annars vegna þess óöryggis sem böm og foreldrar búa við sökum tíðra vistaskipta. í skýrslu um dagvistun bama á vegum Reykjavíkurborgar fyrir ánð 1985 kemur fram að 60.6% bama sem dvelja á einkaheimilum em 6 mánuði eða skemur á hverju heimili. Til að bæta þjónustu við þá foreldra sem hafa böm sín hjá dagmæðmm er nauðsynlegt að auka umsjón með starfi þeirra til að tryggja að þar fari fram markvisst uppeldi. T 14


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.