loading/hleð
(24) Blaðsíða 22 (24) Blaðsíða 22
Skipulag og umhverfi Einkenni byggðaþróunar í Reykjavík er stöðug útþensla borgarinnar til austurs. Ný og mjög fjölmenn íbúðahverfi hafa risið fyrir austan Elliða- ár en störfum hefur ekki fjölgað þar að sama skapi. Milli búsetu og atvinnu hefur því myndast misræmi. Störfin eru flest vestan Kringlumýrar- brautar en íbúamir austan hennar og er afleiðing- in stöðugur umferðarstraumur frá einum hluta borgarinnar til annars. Pessi straumur er orðinn of þungur fyrir aðalumferðaræðarnar og nú brýtur hann sér leið um íbúða- hverfi borgarinnar. Prátt fyrir að úthverfin séu að ýmsu leyti ólík, þá eiga þau það þó sammerkt að samsetning byggðarinnar er mjög einhæf. Nær ein- göngu er um að ræða íbúðir og allra nauðsynlegustu þjónustu. Atvinnu, félagslíf, menningu og verslun verður fólk að sækja til annarra hverfa. Þessa þróun vill Kvennalistinn stöðva. Við viljum leggja ný sjónarmið til grundvallar við skipulagningu borgarinnar. Borgina á að skipuleggja með það í huga að búseta, atvinna, dagvistun, skólar, tómstundir og þjónusta fari saman. Þannig er líklegt að hverfin verði vettvangur iðandi mannlífs og að íbúar tengist hverfinu sínu traustum böndum. Einangrun kvenna og bama í úthverfum yrði rofin og líklegt er að samvemstundum fjölskyldunnar fjölgaði að sama skapi. Ibúðir og fyrirtæki eiga vel saman ef fyrirtækin hafa ekki slæm áhrif á umhverfið. Við viljum flytja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og taka svæðið undir íbúðabyggð. Þannig má draga úr misræmi milli búsetu og atvinnu og spara borginni samgöngukostnað í náinni framtíð. Þetta mál er orðið mjög brýnt af öryggisástæðum. Við flutning flugvallarins gefst einnig kostur á góðum útvistarsvæðum við suðurströndina. Gömlu hverfin þurfa sérstaka aðhlynningu. Við allar framkvæmdir í gömlu hverfunum verður að taka tillit til byggðar, gróðurs, náttúm og menningar- verðmæta sem fyrir em. Miðbænum sem m.a. á að þjóna því hlutverki að vera miðstöð menningar, þjónustu og verslunar hefur alls ekki verið sýndur sá sómi sem honum ber. Miðbænum þarf að gefa fallegt og virðulegt yfirbragð jafnframt því sem hann á að endurspegla fortíð okkar. Það verður að halda í sérkenni hans og auka það aðdráttarafl sem hann býr yfir. í öllum hverfum borgarinnar þarf að leggja sérstaka alúð við skjólgóð leik- og útivistarsvæði og gera þau þannig úr garði að útivera sé aðlaðandi og ömgg fyrir alla aldurshópa. 22


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.