(11) Blaðsíða 11
Lykkjulaufin eru búin til á þann hátt,
að tveir tvöfaldir hnútar eru hnýttir
með millibili, og fer stærð lykkjulauf-
anna eftir því, hvað þau millibil eru
löng. 5. og 6. mynd sýna hvernig
lykkjulaufin myndast, þegar hnútarn-
ir eru dregnir saman. Þegar búið er að
bregða ákveðna tölu af tvöföldum
hnútum með eða án lykkjulaufa, þá er
lykkjunni af vinstri hendi rennt fram
af fingrinum, en haldið um hnútana
með þumalfingri og vísifingri meðan
hringurinn er dreginn saman. Svo er
bandinu brugðið aftur um vinstri
hönd og byrjað á nýjum hring. Þegar
hefta á með lykkjulaufi, er bandið,
sem liggur um vinstri hönd, dregið
með heklunál í gegnum eitt iykkju-
lauf á fyrra hring, svo er orkeringar-
skyttunni stungið í gegnum þá lykkju
og hert að.
8. mynd sýnir hvernig unnið er með
tveimur skyttum. Til að mynda bein-
ar línur og boga eru hafðar tvær
skyttur, eða ein skytta og hjálpar-
þráður. Þegar bandið á skyttunni
þrýtur, þá er vafið upp á skyttuna að
nýju, og er þá bandinu hnýtt þar
saman, sem nýr hringur byrjar.
Skammstafanir:
Skytta..................s.
Tvöfaldur hnútur . . . tvhn.
Lykkjulauf..............lykkjul.
Samtengingarlykkjulauf . s. lykkjul.
Snú við . snv
Fest saman . . . . fest
Dregnir saman . . . drs.
Lítill . . ltl.
Stór . . st.
Þegar tölustafir eru hafðir t.d. 4-4-
4-4, þá merkir talan fjölda tvöföldu
hnútanna, en strikin á milli þeirra
tákna lykkjulaufin. Hér ætti því í
raun og veru að standa 4 tvhn. 1
lykkjul. 4 tvhn. o. s. frv.
BLÚNDA Á PEYSUERMI
D. M. C. heklugarn nr. 20.
1. hringur: 4-4-4-4 drs. og snv.
2. hringur: x 7-7 drs. og snv.
3. hringur: 4 s. lykkjul. 4-4-4 drs. og
snv.
4. hringur: 7 s. lykkjul. 5-2-2-2-2-5-7
drs. og snv.
5. hringur: eins og 3. hringur.
6. hringur: 7 s. lykkjul. 7 drs. og snv.
7. hringur: eins og 3. hringur x.
Endurtekið frá x til x þar til blúndan
er nægilega löng. Ath.: um 3 mm bil
er haft á milli hringa.
Gerður Iljörleifsdóttir.
11