
(17) Blaðsíða 17
stakkpeysa
(peysufatapeysa)
Efni: 1,35 m svart klæði, 1,40 m á
breidd.
Fóður: 1,35 m svart.
Flauel: 45 cm á barma og framan
á ermar.
Millifóður eða fliselin undir barma.
Krókapör, svört.
Sterkur tvinni.
Sniðin tekin upp á þunnan pappír
og löguð ef með þarf. Best er að sníða
fyrst úr lérefti, sauma það saman og
máta vel, og gera breytingar ef þarf.
Ekki má peysan vera of síð í mittið,
því pilsið dregur hana niður. Þá er
yfirborð og fóður sniðið. Saumför:
2—3 cm á baksaumum og öxlum, 1
cm í hálsmál og handvegi, á barma og
neðan á bol. Á ermunum eru saumför
1,5 cm á innanhandarsaumum, 2 cm
á olnbogasaumum, 1 cm ofan á erm-
um og framan. Brjóstsaumur og
saumför merkt og þrædd miðlína á
baki.
Röngur á yfirborði og fóðri lagðar
saman á bolnum og þrætt vel. Þá má
ganga frá börmum að framan. Barm-
ana má hafa beina og krækja þá sam-
an alla leið, eða skera úr þeim og er
þá notað hvítt stífað blúndubrjóst.
Þá er byrjað á að sauma undirlistana
við barmana. Sniðnir eru 2 listar í
sama formi og flauelið, og úr sama
efni og yfirborðið, saumför 0,6 cm á
hliðum en 1 cm í hálsmál og að neðan,
fliselin sniðið eins en án saumfara á
hliðum. Það Iagt á röngu listanna.
Listarnir lagðir á barmana með réttur
saman og saumað við, saumfar á fóðri
klippist alveg burt, en hin þynnt eftir
þörfum, listarnir brotnir inn á röngu
og þrætt vel í brún. Innri brúnir list-
anna þræddar yfir flíselínið og niður á
bolinn. Þá er stungið í brúnir barm-
anna, og síðan með jöfnu millibili eða
um 0,5 cm þanmg að síðasta stungan
festi innri brún listanna niður. Með
þessu bera barmarnir sig betur undir
flauelið og gott hald fyrir krókapörin.
Krókarnir festir á hægri brúnina en
lykkjurnar á móti í vinstri brún á
réttu, með 2 cm millibili. Flauelið
sniðið þannig að það sé sem dekkst
þegar litið er niður á barma og ermar,
saumför tæpur 1 cm sem er brotinn
inn af sitt hvorum megin, flauelið lagt
á barmana og þrætt vel niður og látið
hylja stungur á börmum. Síðan jaðrað
niður í höndum beggja vegna með
sterkum tvinna.
Brjóstsaumamir þræddir úr í gegn-
um bæði borð. Tilbúinn stakkurinn
þræddur við bakið, milli yfirborðs og
fóðurs, þá má þræða bolinn saman.
A ermunum eru innrihandarsaumar
á yfirborði og fóðri saumaðir sinn í
hvoru lagi, stroknir sundur, réttur á
ermum lagðar saman og saumar látnir
standast á. Tungurnar framan á erm-
unum þræddar saman og saumaðar.
Þá eru röngurnar lagðar saman og
þrætt vel í brún framan á ermum og
yfirborð og fóður þrætt saman. Flau-
elið sett framan á ermarnar og er það
gert á sama hátt og á barma. Þá eru
olnbogasaumar saumaðir í gegnum
bæði borð.
Yfirermin rykkt gegnum bæði borð
(sjá teikn.); áður en ermar eru saum-
aðar þarf að máta þær vel. Ermarnar
þræddar í handveg og treyjan mátuð.
Fari allt vel eru brjóstsaumar saum-
aðir en ekki alveg niður, skildir eftir
3—4 cm ósaumaðir neðst, saumarnir
klipptir upp þannig að þeir gefi
sig sundur neðst eftir þörfum. Hliðar-
og axlasaumar saumaðir og pressaðir
út. Áður hefur stakkur verið saum-
aður við bak. Öll saumför minnkuð
og jöfnuð eftir vild, síðan saumuð
með skáspori (zig-zag) í brún. Þá eru
ermar þræddar í aftur, fari þær vel
eru þær saumaðar í treyjuna á milli
rykkingaspora, síðan eru saumförin
jöfnuð og saumuð saman með ská-
spori. Rykkingarþræðir á réttu dregn-
ir úr. Hálsmálið jafnað og bryddað
með skábandi sem klippt er úr fóðr-
inu.
Einnig er treyjan brydduð að neð-
an, brjóstsaumar látnir gapa eins og
þarf, og bryddingin látin vera heil
alla leið að hliðarsaum. Brotið inn af
endum bryddinganna og þeir jaðraðir
saman. Treyjan er krækt eða hneppt
við pilsið undir stakknum. Sé hneppt,
er gerður tvöfaldur listi jafnlangur
stakknum og um 4 cm á breidd.
Saumaður við fóðrið í höndum, gerð
3—4 hnappagöt, eða settar lykkjur,
eftir því hvað á við pilsið.
Stakkur. Ræma 7,5 cm á breidd er
klippt eftir þræði þvert á efnið og
um 1,30 m löng, þó fer það eftir
breidd bakstykkis. Brúnina, er geng-
ur niður á pilsið, má skásauma með
mjög fínum tvinna, en sé notað klæði
eða efni sem ekki raknar úr, er ekk-
ert gert við kantinn. Þá er að búa
sér til máta, 1 cm á breidd og 10 cm
á lengd, örþunnan, t.d. úr hörðu
plasti. Hvítur kalkipappír er settur á
röngu ræmunnar, þannig að hægt sé
að strika þvert yfir ræmuna með 1
cm millibili, alla leið (sjá mynd 1).
Einnig er gott að merkja upp miðju
ræmunnar eftir lengdinni, til áð styðj-
ast við, þegar þrætt er, síðan mældir
2,5 cm sitt hvorum megin miðlínunnar
og merkt eftir endilöngu. Byrjað er
að þræða 2—3 cm frá enda ræmunn-
ar, endinn festur vel og hafður sterk-
ur þráður, því hann þarf að halda
stakknum saman (sjá mynd 2). Tek-
ið er jafn djúpt undir þvermerking-
arnar eftir löngu línunum. Við þetta
þarf mikla nákvæmni, svo stakkur-
inn verði jafn og sléttur, þegar búið
er að draga hann þétt saman og
ganga síðan vel frá endunum. Síðan
saumað á röngu með lykkjuspori yfir
þar sem þrætt var og tekið í hvert fall.
Hliðar stakksins faldaðar í höndum.
Stakkurinn tilbúinn 0,5 cm á þykkt.
Svanhvít Friðriksdóttir.
0