(2) Blaðsíða 2
Peysuföt 1854. Mynd eftir Sigurð Guðmunds-
son málara.
PEYSUFÖT
Á seinni hluta 18. aldar tóku kon-
ur upp peysujöt eða peysubúning
(einnig nefndur húfubúningur), þ. e.
þær klæddust peysu hversdags í
stað treyju og báru húfu sem hvers-
dagshöfuðfat í stað falds. Er sagt
að konur hafi lagað húfuna eftir
prjónahúfum karla, og einnig munu
þær hafa tekið peysuna upp eftir
karlmönnum. Heimildir benda til
að konur hafi farið að nota þessar
flíkur þegar fyrir aldamótin 1700,
en ekki mun það hafa tíðkast al-
mennt svö snemma. Þannig er til
dæmis fyrst getið um kvenpeysu í
rituðum heimildum, það vitað er,
á sjöunda tug 18. aldar.
Að því er menn ætla var húfu-
eða peysubúningur fyrst tekinn
upj) sem daglegur klæðnaður af
Valgerði Jónsdóttur, biskupsfrú í
Skálholti, um 1790, en á fyrri hluta
19. aldar urðu peysuföt algeng-
ur hversdags- og sparibúningur
kvenna um land allt. Virðist sem
svart hafi fyrst í stað verið haft í
hversdagsfatnaðinn, en kirkjubún-
ingurinn verið blár, þ.e. dökkblár.
Efnismikil svunta, einnig nefnd for-
klæði, var höfð við peysufötin. Er
hennar fyrst getið í heimild frá
1820.
Um útlit peysufata verður þó
ekki sagt með vissu fyrr en um
miðja 19. öld, en þá má af myndum
og yngri varðveittum búningshlut-
um gera sér grein fyrir gerð þeirra
í smáatriðum.
Svört prjónapeysan náði upp að
hálsi, gekk aðeins ofan í eða niður
á pilsið og var með svörtu ílaueli
á börmum og framan á ermum.
Var peysan nefnd stakkpeysa eða
stokkapeysa eftir mjóu stykki,
smá- og þéttfelldu, aftan á peys-
unni neðanverðri. Hét það stakk-
ur eða stokkur; einnig mun það
stundum hafa verið nefnt stigl, sbr.
stiglapeysa. Krækt peysan var höfð
lítið eitt opin yfir brjóstið og sá
þar í hvíta skyrtuna. Undir peys-
unni voru konur auk þess í upp-
hlutum, eða bolum eða kotum
eins og þessar flíkur voru einnig
nefndar.1
Pilsið var svart og mun oftast
hafa verið úr íslensku vaðmáli, en
1 Um upphlut sjá Elsa E. Guðjónsson,
Islenzkir þjóSbúningar kvenna (Reykjavík,
1909), bls. 25—26 og 46—53. Leiðbeiningar
um saum á upphlutum (upphlutsbúningum)
er að finna í Islenskir þjóðbúningar I. Upp-
hlutur (Reykjavík, 1974). með sniðum og
saumalýsingum á nútímaupphlut eftir Svan-
hvíti Friðriksdóttur, og' í Elsa E. Guðjónsson,
Upphlutur nítjándu aldar (Reykjavík, 1974)
og, sami höl'undur, Upphlutur telpna (Reykja-
vík, 1974).
stundum úr klæði. Það var óskreytt
að neðanverðu og að rnestu eða öllu
leyti ófellt að framan undir svunt-
unni. Fellda peysusvuntan mun
oftast hafa verið úr einskeftum ís-
lenskum ullardúki, bekkjóttum eða
stykkjóttum, í sauðarlitum eða
ýmsum skærum litum, svonefnd
dúksvunta, en einnig tíðkuðust lér-
eftssvuntur. Peysusvuntan var efn-
ismikil, náði aftur fyrir mjaðmir og
var með hnepptum streng eða þá
bundin með svuntuböndum, stund-
um fótofnum, aftur og frarn um
mittið.
Svarta prjónahúfan var djúp,
með fremur stuttum skúf og litlum
skúfhólki. Um hálsinn var silki-
klútur, oft svartur með mislitum
bekkjum utan með, svonefndur
bekkjaklútur. Var hann fyrirrenn-
ari peysufataslifsisins. Hann lá á
herðunum undir peysunni, skábrot-
inn og bundinn að framan. Algeng-
ast var framan af að hnýta klútinn
og láta hornin liggja út á brjóstið
sitt til hvorrar handar, en einnig
var hann bundinn í slaufu.
Á seinni hluta 19. aldar tóku
peysufötin nokkrum breytingum.
Ein sú helsta var að farið var að
sauma peysuna úr klæði eða vað-
máh í stað þess að prjóna hana, og
einnig lagðist af að hafa upphlut
undir. Silkisvuntur til sparinotkun-
ar urðu æ algengari á þessu tímabili
og hélst svo áfram, og tekin voru
upp slifsi, mjó í íyrstu, í stað háls-
klútsins og sérstök hvít, sterkjuð
peysubrjóst undir peysunni framan-
verðri, útsaumuð eða lögð blúndu.
Húfan tók verulegum breytingum;
efri hluti hennar, skottið, þrengdist,
mjókkaði og lengdist eftir því sem
á leið, en neðri hluti hennar grvnnk-
aði og minnkaði, skúfurinn lengdist
og hólkurinn stækkaði."
Elsa E. Guðjónsson.
- Um peysulot sjá Elsa E. Guðjónsson, Is-
lenz/cir þjóðbúningar kvenna (Reykjavík, 1969)
bls. 35—45.
2