loading/hleð
(15) Blaðsíða 15 (15) Blaðsíða 15
Frá útgefendum Á undanförnum árum hefur sam- starfsnefnd á vegum Heimilisiðnað- arfélags Islands, Kvenfélagasam- bands íslands og Þjóðdansafélags Reykjavíkur unnið að því að koma á framfæri leiðbeiningum um gerð íslenskra þjóðbúninga kvenna. — Nefndina skipa Gerður Hjörleifs- dóttir, Sigríður Thorlacius og Dóra Jónsdóttir, en auk þess hefur Elsa E. Guðjónsson starfað með nefnd- inni. Á vegum samstarfsnefndarinnar kom út árið 1974 bæklingur, Is- lenskir þjóðbúningar I. UpphluLur, með saumalýsingum og sniðum af upphlut 20. aldar sem Svanhvít Friðriksdóttir gerði. I tengslum við þann bækling gaf Kvenfélagasam- band íslands sama ár út tvo bækl- inga, Upphlutur nítjándu aldar og Upphlutur telpna. í framhaldi af þessu starfi nefnd- arinnar birtist nú bæklingur með sniðurn og vinnulýsingum af nú- tímapeysufötum, sem Svanhvít Friðriksdóttir hefur einnig gert. Nefndin vill sérstaklega þakka eftirtöldum konum fyrir aðstoð við töku búningamyndanna: Elínu Karlsdóttur, Helgu Þórarinsdóttur, Herdísi Oddsdóttur, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Matthildi Guð- mundsdóttur, Rannveigu Guð- laugsdóttur og Vilborgu Þórólfs- dóttur. Þá vill nefndin þakka mennta- málaráðherra Vilhjálmi Hjálmars- syni fyrir styrk til útgáfu bæklings- ins. Ljósmyndir: ímynd. Prentsmiðjan Edda hf., Reykjavík, 1978. | _* M fáwl .* Æ t „'íiiw&ÁilW 15


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1978
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
https://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 15
https://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.