
(8) Blaðsíða 8
SKOTTHÚFA
ÚR FLAUELI
Svanhvít Friðriksdóttir.
Efni: 30 cm svart flauel, matt.
30 cm svart bómullarfóður.
Tvinni og perlugarn.
Sniðið (sjá sniðörk) lagt á röngu flauelsins og klippt
með 1 cm saumfari. Fóðrið sniðið eins en án saumfars,
lagt á röngu flauelsins og þess gætt að þráðréttu línurn-
ar standist á; þrætt vel saman. Síðan brotið 0,5 cm inn
af flauelinu og það þrætt niður. Þá brotið 0,5 cm inn
af húfunni allt í kring, og faldurinn þræddur vel, síðan
lagt niður við í höndum. A skúfstykkinu er nóg að
brjóta 0,5 cm inn af og jaðra síðan brúnirnar saman,
en sauma laust krókspor á milli fellinganna á húfunni
fyrir ofan skúfinn. Síðast er húfan dregin saman með
tvöföldu perlugarni, sú minni þar til opið er um 50 cm
og sú stærri á að vera um 60 cm. Ef vill má setja
stoppaða fóðurræmu frarnan í húfuna og festa við
fóður og fald, en það má alls ekki fara út í öfgar.
í