loading/hleð
(26) Page 24 (26) Page 24
HANARNIR TVEIR ::Heyrist gal hanans svarta verður dimmt og deginum lýkur.:: ::En er rauða hanans glymur gal þá glaðnar og nóttin víkur.:: Syng, enginn mun heyra. Taktu vindur minn söng sem engu nær eyra. Syng, hvað get ég meira. Vindinum eigna ég söng minn sem engir heyra. ::Ogj þeir mættust í hólmgöngu harðri, í hufi var líf eða dauði.:: ::Svarti haninn með spora og hiíf, en hugrekkið eitt sá rauði.:: Syng, enginn mun heyra... o.s.frv. ::Svarti hani hrósaðu sigri, þú veist ekki dóm þinn að vonum.:: ::Sá rauði að síðustu sigra mun, því sólin stendur með honum.:: Syng, enginn mun heyra... o.s.frv. ::Svarti fugl flærðar og svika, frá gulli er kominn þinn kraftur.:: ::En rauði haninn þig hræðist ei, þið hittist fljótlega aftur.:: Syng, enginn mun heyra... o.s.frv. Lag: Höf. ókunnur Texti: Þórarinn Hjartarson LOFSÖNGUR Á íslandi þurfa menn aldrei að kvíða því illræmda hungri sem ríkir svo víða því amríski herinn svo réttsýnn og rogginn hann réttir oss vafalaust eitthvað í gogginn, - ó, -hó, það segir Mogginn. Hinn amríski stríðsguð sem stendur á verði hann stuggar burt föntum með logandi sverði. í Kóreu forðum tíð kom hann á friði og komma í Víetnam snýr hann úr liði, - ó, -hó, allur á iði. Ég^man eftir þorpinu My-Lai þar austur því margt fannst þar óstand og vesin og flaust og kommarnir blessaða bændurna meiddu og börnin og kýrnar til^slátrunar leiddu, - ó, -hó, búsmalann deyddu En amríski herinn sem öllu vill bjarga þar austur í My-Lai drap kommana marga, nú refsar hann Calley í réttlætisskyni, já, réttláta eigum við frændur og vini - ó, -hó, amríska syni


Syngjandi sokkar

Year
1978
Language
Icelandic
Keyword
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Syngjandi sokkar
https://baekur.is/bok/724abb58-ba99-49db-89c4-a416b8765956

Link to this page: (26) Page 24
https://baekur.is/bok/724abb58-ba99-49db-89c4-a416b8765956/0/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.