![loading/hleð](/images/loadingkey-7e99e1159a3686f6aa4f90043c554483.gif)
(5) Blaðsíða [5]
Sýningarskrá
Fyrir þvergafli salarins er eitt af leiktjöldum Sigurðar málara, baktjald úr 1. þætti
Utilegumannanna (Skugga-Sveins), líklega íuálað' 1872. „Leiksviðið er heiðarbrún,
beggja vegna eru hamrar, öðru megin varða. Fyrir miðju leiksviði sést ofan yfir fagurt
fjallahérað með jöklum og grænum dalshlíðum“ — Til hliðar við leiktj aldið er öðrum
megin brjóstmynd Guðmundar Einarssonar frá Miðdal af Sigurði málara, hinum meg-
in skautbúningurinn, sem upp var tekinn að frumkvæði Sigurðar. — Ofan við eru
skjaldarmerki nokkurra íslenzkra miðaldamanna (eins og Sigurður hugsaði sér þau),
upphaflega gerð til skrauts í samkomusal. — Við austurvegg er koffort, sem eftirlátin
handrit og uppdrættir Sigurðar hafa lengi verið geymd í. Hátt á sama vegg er fáni,
gerður samkvæmt tillögu Sigurðar.
Sýniborð
1. SÝNIBORÐ: Haugfé frá Baldursheimi í Mývatnssveit. Þessi fundur varð tilefni
þeirra skrifa Sigurðar, sem leiddu til stofnunar Forngripasafnsins.
2. SYNIBORÐ: Málarakassi Sigurðar og litaspjöld; hið stærra hafði Þorsteinn
málari Guðmundsson átt á undan Sigurði. Auk þess teiknibók frá æskuárum með
mynd af séra Pétri Guðmundssyni bróður Sigurðar, teikningar eftir gömlum hand-
ritum, lágmynd af Gísla Konráðssyni o. fl.
3. SÝNIBORÐ: Vinstra megin eru sýnishorn af uppdráttum fyrir baldíringar og
útsaum á kvenbúninga. Hægra megin nokkur af frumdrögum Sigurðar að merki
Islands og fána.
4. SÝNIBORÐ: Sýnishorn af handritum, kvæðum, ritgerðum, leikritum, minnis-
blöðum og minnisbókum.
5. SÝNIBORÐ: Nokkur plögg varðandi Sigurð, m. a. samskotalistar honum til
styrktar á námsárunum. Auk þess bréf, m. a. frá foreldrum hans og séra Pétri
bróður hans.
6. SÝNIBORÐ: Nokkur bréf og reikningar til Sigurðar, ennfremur sýnishorn af
bréfum hans til Steingríms skálds Thorsteinssonar og Helga Hálfdanarsonar lektors.