loading/hleð
(9) Blaðsíða 3 (9) Blaðsíða 3
»læl vortn, systir!» sagði Heiptarnornin einn unaðsfagran vordag við Astargyðjuna, er sat í skrfiðgrænni hlíð, og ljek sjer þar að blóminu i>Gleym-mjer-ei». Bærinn Hjarðarholt blasti við, reisulegur og rausnarlegur, og skammt frá hon- um þreyttu nokkrir sveinar glímu, en yngismey- arnar horfðu á. »Hví kallar þií mig systur?» sagði Astargyðjan. »Sjeum við systur, þá er líka Utgarða-Loki og Baldur hinn hvíti bræður, því á milli okkar er jafnmikið djúp staðfest, eins og á milli þeirra, og eg hygg okkur eins óskyldar, eins og við er- um ólíkar». »|>etta er ókurteyslega mælt, eða í hverju er þá munurinn fólginn?» sagði Heiptin. »1 öllu», var svarið. Jeg hvet horska hali og sprund til hreinna ásta, og hvaða skraut sómir sjer betur á kyrtli náttúrunnar en perlur ástar- innar? Veri þær saknaðartár syrgjandi maka— veri það sorgartár móðurinnar við kvalabeð barnsins—veri þær hvað þær vilja—sprottnar af sorg eða gleði—sjeu þær að eins hreinar ástar- perlur, eru þær jarðarinnar og himinsins helg- ustu og fegustu þing. En hvað hefur þú þjer


Kjartan og Guðrún

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.