loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
Island á landabréfum Nokkrir drættir Þegar við lítum á landabréf af íslandi, kemur það okkur ærið kunnuglega fyrir sjónir. Jafnvel þó að við séum ekki ýkja fróð um staðhætti, eru þó megindrættir strand- lengjunnar, firðir hennar, flóar og nes, okk- ur svo kunnugir, að ruglingur við önnur lönd er óhugsandi. Þó er það mála sannast, að þessi mynd er ekki nema um það bil hálfrar annarrar aldar gömul, svo að ekki er nú af meiru að láta. Þeir sem lifðu við upphaf nítjándu aldar og fram undir hana miðja gerðu sér töluvert aðrar hugmyndir um landið, þótt ekki væru þær fjarri því, sem nú þykir réttast. Þannig er kortasaga íslands seld undir sök flestrar mannlegrar viðleitni, að hún á sér rætur langt að baki, djúpt inn í rökkri fortíðarinnar, þar sem aðeins hillir undir helstu kennileiti, en ann- að hverfur í sortann. Samanburður Islands- korta frá ýmsum tímum sýnir okkur lítinn þátt í viðleitni mannsins að átta sig á um- hverfi sínu og þoka sér áleiðis frá fjar- stæðukenndum hugmyndum til vaxandi raunsæis og traustara yfirlits. Sá ferill verð- ur ekki rakinn i stuttri yfirlitsgrein, aðeins stiklað á stærstu steinum og lauslega drepið á fáeina efnisþætti. ísland kemur fyrst fyrir á hinu svonefnda Engilsaxneska heimskorti í British Library (fyrr nefnt British Museum), en það ætla fróðir menn að sé gert nálægt þeim tíma, þegar Þorgeir stóð á þingi og kristni var lögtekin á íslandi eða um 1000 e.Kr. Norð- austur í hafi frá Bretlandi og skaga, sem sennilega er Jótland, þótt nefndur sé Nor- egur, er allmikið land með mestum vega- lengdum frá vestri til austurs. Það er breið- ast austan til en mjókkar til vesturs og endar þar á odda eða nesi. Austast á landinu stendur heitið Island, og er ekki kunnugt, að það orð komi fyrir í eldri heimildum rituð- um. En á vesturoddanum stendur Scride- finnas (Skriðfinnar eða Lappar), og koma þeir þar eins og skollinn úr sauðarleggnum. Hugmyndir kortagerðarmannsins um lönd og þjóðir á norðurslóðum hafa verið fjarska reikular og í brotum, eins og stundum vildi brenna við og ekki mun dæmalaust þótt litið sé nær. Á miðöldum gerðu kirkjunnar menn töluvert af landabréfum, en gerð þeirra mun hafa verið forn arfur frá dögum Rómaveld- is, og segja fróðir menn, að flest hinna merkari að minnsta kosti eigi rót sína að rekja til fomrómverskra korta. Allmörg miðaldakort eru enn varðveitt. Biblían og klassískar bókmenntir fomaldar voru aðal- stofninn, sem aukinn var margs konar efni frá miðaldahöfundum, þjóðsagnaminnum og flökkusögum. Loks kom svo margvísleg- ur samtíma fróðleikur, og fór þó lengi held- ur lítið fyrir honum. Kortið var fremur myndsaga en landabréf að okkar skilningi. Sum hin stærstu þeirra voru altarisbríkur í kirkjum, og tilgangur þeirra fremur að festa kirkjugestum í minni trúfræðilegar kenn- ingar en að gefa þeim skaplega hugmynd um lönd og þjóðir, enda var sú vitneskja sjaldnast tiltæk. Island er sýnt á nokkrum hinna meiri


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.