loading/hleð
(19) Blaðsíða 15 (19) Blaðsíða 15
ÁSGRÍMUR JÓNSSON Heklumynd Ásgríms Jónssonar frá árinu 1909, í eigu Listasafns íslands, er ein af fyrstu pastoral-myndum íslenskrar myndlistar, en slíkar myndir sýna yndi sveita- lífsins og samlyndi manna og náttúru. í mynd þessari endurspeglast allt viðhorf Ásgríms til landsins, sem var hið mikla túlkunarverk hans á 60 ára löngum og frjóum listaferli, en það byggist á djúpri lotningu fyrir náttúrunni. Nánast helgidómi sem hann gekk inn í eftir að hafa dregið af sér skóna eins og þeir sanntrúuðu í musterum trúar sinnar. Þar býr enginn Guð reiðinnar, heldur leitar landið eftir sátt við ábúendur sína. Ásgrímur skynjaði Guð í tilverunni og um leið skynjaði hann Guð í einstökum náttúrufyrirbærum, í trjágrein, steini eða vatnsfalli. Fyrir Ásgrími var leitin að fegurðinni næstum trúarlegs eðlis: Fegurðin sem sáluhjálp sem leiddi hann til æ dýpri sjálfskilnings. Óhætt er að fullyrða að Ásgrímur Jónsson hafi alla ævi verið að þjóna í sama helgidóminum. Það má líta á hann sem músikantinn í hópi frumherja íslenskrar málaralistar. Rökhyggja Jóns Stefánssonar og hinn ólmi skáldandi Jóhannesar Kjan/als voru honum víðsfjarri. Eins og tónlistarmaður sem túlkar af öllu lífi og sál, með öruggum og tónvissum áslætti, tónverkið sem liggur til grundvallar, túlkaði Ásgrímur lands- lagið sem hann hafði fyrir framan sig, af fullkomnum heilindum og lagði til tilfinningu og hugsun. í list sinni sóttist hann eftir sama hreinleika og léttleika og hann fann hjá eftirlætistónskáldi sínu, Mozart. Á námsárunum í Kaupmannahöfn er hann þegar farinn að hugsa um myndlist og tónlist í senn: ,,Mér fannst fegurðin og fínleikinn í þessum málverkum vera af einhverjum æðra heimi, og myndflöturinn allur þétt- skipaður tónum eins og það gæti verið eftir Bach“. (Tómas Guðmundsson: Ás- grímur Jónsson 1962, bls. 46.) Hér skírskotar Ásgrímur til andlitsmynda Rem- brandts sem hann sá í Statens Museum for Kunst. Skólaverk Ásgríms eru mjög í anda hollensku 17. aldar meistaranna, lítil og litaskalinn lágstemmdur. Hann leitar fyrir sér víða m.a. til þýsku naturalisk-rómantísku málaranna, en það er ekki fyrr en Ásgrímur er kominn heim til íslands að hægt er að skynja sjálfstæða listsköpun í verkum hans. Þegar hann stendur í Vestmannaeyjum sumarið 1902 og málar Eyjafjallajökul í kvöldsólinni, sviptir hann burt á augabragði hinni brúnleitu, aka- demísku þokuslæðu og tekst að miðla djúpri og einlægri náttúruinnlifun í heitum og mettuðum litum. Það er þó ekki fyrr en hann snýr heim árið 1909, eftir vetrardvöl á Ítalíu með ágætan listabókakost í farteskinu og kynni af heimslistinni í þýskum söfnum, að hann fer að skynja landslagið í Ijósi og litum. Sjálfsagt má segja það sama um Ásgrím og marga aðra íslenska listamenn: þeir verða að fara burt og koma 15
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Saurblað
(94) Saurblað
(95) Kápa
(96) Kápa
(97) Kvarði
(98) Litaspjald


Fjórir frumherjar

Ár
1985
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
96


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fjórir frumherjar
http://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.