(4) Blaðsíða 2
Þau sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar við stjómun
heimsins hafa einkennst af blindri ásókn í stundargróða og síauk-
in völd. Ofuráhersla hefur verið lögð á efnahagsleg verðmæti á
kostnað mannlegra samskipta, náttúru og umhverfis. Konur hafa
staðið utan við valdakerfið. Skv. skýrslu S.Þ. árið 1980 var sér-
eign kvenna aðeins 1% af eignum jarðarinnar, en þær unnu hins
vegar um <2A hluta af öllum vinnustundum í heiminum. Konur
eru misrétti beittar bæði leynt og ljóst jafnt á vinnumarkaði sem í
lagasetningu og hæfileikar þeirra hafa verið vanmetnir. Ofbeldi
gegn konum verður æ sýnilegra og margslungnara. Við svo búið
má ekki standa. Nú verða konur að láta til sín taka þar sem
ráðum er ráðið. Við verðum sjálfar að berjast fyrir rétti okkar og
betri heimi, aðrir gera það ekki fyrir okkur. Við verðum sjálfar
að reka okkar kvennapólitík, pólitík sem leggur verðmætamat og
lífsgildi kvenna til grundvallar og felst í því að skoða öll mál út frá
sjónarhóh kvenna.
Nú er Ijóst að íslenskir stjómmálaflokkar hvorki hlusta á
konur né vilja konur inn á alþingi og þeir sinna ekki baráttumál-
um kvenna. Til þess að breyta því er aðeins eitt ráð, að konur
standi saman og bjóði fram einar og sér til alþingis.
2