loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
Við viljum ekki breyta útvarpslögunum að því er tekur til einkaréttar Ríkisútvarpsins til útsendinga en styðjum hugmyndir um fleiri rásir, landshlutaútvarp og beinan aðgang hópa eða félagssamtaka að ríkisfjöhniðlum. í samræmi við hugmyndir okkar um valddreifingu viljum við leggja niður flokkspólitísk ráð og stjómir á öllum sviðum menn- ingar og lista. EFNAHAGS- OG ATVINNUMÁL í efnahagsmálum stöndum við nú frammi fyrir miklum og bráðum vanda. Það er Ijóst að framundan er barátta ólíkra hags- munahópa um leiðir út úr öngþveitinu. í þeirri baráttu stöndum við misjafnt að vígi bæði hvað snertir áhrif og kjör. Við munum þar fyrst og fremst standa vörð um kjör kvenna, fjölmennasta láglaunahóps þessa lands. Við vitum að viðteknar aðferðir við lausn efnahagsmála hafa bitnað harðast á láglaunahópum. Við höfnum slíkum lausnum, því þær leysa ekki vandann og nú er svo komið að hætta er á atvinnuleysi og versnandi lífskjörum. Við höfnum lausnum sem byggja á vinnuþrælkun sem for- sendu þess að hægt sé að lifa í landinu. Við höfnum lausnum sem fela í sér stórlega skert kjör launafólks og samdrátt í atvinnu. Við höfnum lausnum í atvinnu- og efnahagsmálum sem byggjast á rányrkju á landi og auðlindum. Auðlindir lands okkar eru fyrst og fremst við sem byggjum þetta land, sú þekking og tæknikunnátta sem við búum yfir, fiskimið okkar, gróður landsins, jarðvarmi og fallvötn. Við viljum annars konar nýtingu á þessum auðlindum okkar, þar sem annað verðmætamat en stundargróði og rányrkja er stefnumótandi. 7


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.