loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
Stefnuskrá Kvennalistans í borgarmálum vorið 1986 Kvennalistinn stefnir að samfélagi þar sem virðing tyrir lífi og samábyrgð sitja í öndvegi. Kvennalist- inn vill standa vörð um hagsmuni kvenna og bama og leggja sitt af mörkum til að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu og búa bömum betra líf. Vegna starfa sinna og uppeldis búa konur yfir annarri reynslu en karlar. Konum er tamara að hugsa um þarfir annarra, þær hafa löngum borið ábyrgð á heimilum og bömum, öldruðum og sjúkum. Reynsla kvenna leiðir af sér annað verðmætamat, önnur lífsgildi en þau sem ríkja í veröld karla. Þekking og viðhorf kvenna koma þó lítt við sögu þar sem ákvarðanir eru teknar. Kvennalistinn vill breyta samfélaginu og telur að besta leiðin til þess sé að taka mið af aðstæðum og kjömm kvenna. Konur hafa lægstu launin, minni möguleika á vinnumarkaðnum en karlar, minnstan frítíma og vinna ólaunuð störf á heimilunum. Allt sem getur orðið til að bæta stöðu kvenna skilar sér í réttlátara og betra þjóðfélagi. Framboð til borgarstjómar er ein þeirra leiða sem við viljum fara til að auka áhrif kvenna og bæta stöðu þeirra. Með því viljum við tryggja að kvennapóli- tík eigi sér málsvara í borgarstjóm. Borgarstjóm Reykjavíkur fjallar um mörg þau mál sem snerta daglegt líf okkar. Þar hafa karlar löngum setið við sljómvöl og sjónarmiða kvenna lítið gætt, enda sér þess stað f skipulagi borgarinnar og þeim verkefnum sem sett em efst á blað. Þar þarf breyting að verða á. Hlutverk borgarsljómar á að vera að jafna aðstæður borgarbúa og sjá til þess að kjör þeirra séu sem jöfnust og best. Til að svo megi verða þarf að gera sérstakt átak til að bæta hag þeirra sem lakast em settir, en í þeim hópi em konur fjölmennastar. 1


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.