loading/hleð
(19) Blaðsíða 17 (19) Blaðsíða 17
líkamsburðum og minna andlegu atgervi kvenna, þá voru haefileikar þeirra til rökréttrar hugsunar véfengdir. Hafa ber í huga, að langflestar konur litu sjálfar á bamaumönnun og heimilisstörf sem aðalstarf giftra kvenna. Á tímabilinu sem hér er fjallað um fluttust mörg störf, sem áður voru unnin inni á heimilinu út í samfélagið. Framleiðsla á mat og fatnaði, fræðsla bama í skóla, aldraðir og sjúkir í opinberar stofnanir. Áhrif heimilisins dvínuðu, þegar samfélagið tókst á hendur mörg þeirra starfa, sem fjölskyldan hafði áður með höndum. Þessar breytingar leiddu til andsvara kvenna og þeim varð ljós þörfin á að taka þátt í að móta löggjöfina á ýmsum sviðum. Auk þess að krefjast aðgangs til æðri menntunar og kosningaréttar var bætt réttarstaða giftra kvenna veigamesta mál kvenréttindahreyfingarinnar um aldamót. Konur hófust handa, stofnuðu félög og gáfu út blöð fyrir aldamót, en konur í verkalýðsstétt komu 1914. Starfsemi kvenna sem þrýstihópa, skipulögð áhrif á skoðanir með blaðagreinum, þrýstingur á þingmenn og undirskriftasafnanir hafa án nokkurs vafa vegið þungt og haft áhrif á löggjöfina. Baksvið jafnréttislaga síðasta áratugar er sú staðreynd, að meginreglan er orðin sú, að bæði hjónin afla tekna til framfærslu fjölskyldunnar. Giftar konur hafa undanfama tvo áratugi í sívaxandi mæli komið á vinnumarkað og stunda nú launavinnu í ríkara mæli en nokkm sinni fyrr. Tilgangur jafnréttislaga er ekki bara - eins og mikið af fyrri tíma löggjöf að lögfesta breytingar á sambandi kynjanna, sem þegar em orðnar. Lögin eiga líka að vera stefnumótandi. Þau eiga að hafa áhrif á skilninginn á því, hvaða störfum karlar og konur eigi að gegna í samfélagi og fjölskyldu. Markmiðið er ekki lengur formlegt jafnrétti heldur jafnir möguleikar og árangur í raun án tillits til kyns. Þessu er reynt að ná með því m.a. að banna mismunun vegna kyns. Hugmyndin er, að lögin geti orðið til þess að breyta valdaskiptingunni í samfélaginu með því að veita konum aukinn aðgang að áhrifastöðum og breyta ríkjandi viðhorfum og flýta fyrir því að jafnstaða náist. Innan fjölskyldunnar getur aukin efnahagsleg ábyrgð kvenna leitt til raunverulegs jafnréttis. Ef þátttaka karla inni á heimilinu, þar með talin umönnun bama, verður almenn, komumst við kannske aftur nær fjölskyldumynd bændasamfélagsins og bæði kynin leggja sitt af mörkum jafnt við framleiðslu sem á heimili. Það kynni að auka mikilvægi og farsæld fjölskyldulífs. Nýmæli væri, að mælikvarðinn á það hver á að gera hvað fer ekki lengur eftir líffræðilegu kyni í jafn ríkum mæli og verið hefur síðustu hundrað árin.


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.