loading/hleð
(4) Blaðsíða 2 (4) Blaðsíða 2
2 II. Flest lög, sem miðuðu að aukinni menntun kvenna eru frá 20. öld. Fram um 1880 voru í gildi nokkrar tilskipanir, sem settar voru á 18. öld í þeim efnum. í þeim fólst m.a. að bannað var að ferma ólæs böm og frá miðri 19.öld var prestum bannað að gifta fólk, sem ekki hafði fengið uppfræðslu í kristindómi og a.m.k. annað hjónaefna varð að vera læst. Með frekari fræðslu sám stúlkur á hakanum. Eitt fyrsta skilyrði til jafnréttis á sviði menntunar er að drengir og stúlkur fái sömu undirbúningsmenntun þeim að' kostnaðarlausu. Fyrsta skrefið á þá átt var, að 1880 vom sett lög um uppfræðingu baraa í skrift og reikningi 6) og skyldu prestar hafa eftiriit með því. Þá fyrst fara íslenskar stúlkur að læra þessar .listir, en kynsystur þeirra á Norðurlöndum höfðu margra áratuga forskot f þeim efnum. Þróun menntakerfisins helst í hendur við iðnvæðinguna, sem hófst mun síðar hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Með þessum lögum tekur hið opinbera, landssjóður og sveitarsjóðimir það á sig að standa straum af almennri bamafræðslu. Rétt er að geta þess í þessu sambandi, að tæpum tveimur áratugum fyrr var farið að kenna stúlkum skrift og reikning að frumkvæði tveggja fyrstu kvenfélaga, sem stofnuð vom á íslandi. Ennfremur voru um þetta leyti stofnaðir fyrstu kvennaskólamir, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874 og skömmu síðar þrír kvennaskólar á Norðurlandi. Vom þeir einkum ætlaðir til að mennta stúlkur í hefðbundnum störfum til að þær gætu staðið í stöðu sinni sem húsmæður og mæður. Og auðvitað bættu kvennaskólamir ekki úr brýnni þörf nema fáira stúlkna. Næsta skrefið vom fræðslulögin 1907, 7) en samkvæmt þeim vom öll böm skólaskyld 10-14 ára og skyldug til að taka próf í ákveðnu námsefni. En konur sátu ekki við sama borð og karlar f menntunarmálum því að æðri skólar í landinu vom lokaðir konum. Árið 1885 hófst á Alþingi baráttan fyrir rétti kvenna til menntunar, sem stóð f rúman aldarfjórðung. Fmmvarpið sem kom ffarn á þinginu 1885 mætti ekki teljandi mótstöðu. Helztu rök gegn því vom, að konur hefðu ekki beðið um þennan rétt og því lægi ekkert á þessu. Þetta em hin svokölluðu seinkunarrök. sem vom algeng á þingum Norðurlanda þegar ffumvörp um rétt kvenna vom til umræðu. Lyktir urðu þær, að 1886 gekk í gildi tilsldpun um rétt kvenna til að ganga undir próf hins lærða skóla f Reykjavík, prestaskólans og læknaskólans og til að njóta kennslu á þessum sfðar töldu skólum. 8) Þessi réttur var þó mjög takmarkaður því að konur máttu ekki sitja í lærða skólanum, fengu hvorki rétt til embætta né styrkja. Einungis tvær stúlkur nýttu sér þessi réttindi fram til þess, að sett var ný reglugerð Hins almenna menntaskóla 1904, 9) eins og hann hét nú, þar sem segir í 3. gr.:


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.