loading/hleð
(15) Page 9 (15) Page 9
9 xHversu lízfc þjer . nú á, systir», sagði Heipt við Ast, eitt sinn snemma morguns, þá er Kjartan dvaldi fyrir dyrum úti á Laugum, og hafði í þrjá daga varnað bæjarbúum út- göngu. »Ekki er á að lítast !» var allt hvað Ast sagði — en rjett í því opnuðust aðrar dyr, og út í þær gekk Guðrún Ósvífursdóttir, og hafði þá faldað motrinum góða: Ingibjargarnaut. »Sjáðu, systir! er konan ekki fögur?» sagði Heipt glottandi við Ast. »Og er ekki Kjartan göfuglegur, þar sem hann hallar sjer fölur upp að dyrastafnum». »Jú, þau eru hvort sem annað. — Mjer rís hugur við þessum fundi þeirra. — Bíddu við — þau horfast í augu. — A þessu augnablild tal- ar kœrleikurinn hátt í brjóstum þessara mikil- menna». »Já, en þar tala jeg líka hátt», sagði Heipt- in og glotti við tönn. Hjer berumst við á banaspjótum — við sjáum, hvor sigrinum hrósar» — og Heipt glotti aptur, því Kjartan sagði við Guðrúnu : »f>ú hefir stolið motrinum». »Mjer var hann og ætlaður að bekkjargjöf», var svarið. »Engum fláráðum svikara var hann ætlaður», sagði Kjartan um leið og hann reið í burtu. Ast og Heipt fylgdu honum — önnur hrvgg — hin glöð.


Kjartan og Guðrún

Year
1886
Language
Icelandic
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Link to this page: (15) Page 9
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/15

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.