loading/hleð
(15) Blaðsíða 9 (15) Blaðsíða 9
9 xHversu lízfc þjer . nú á, systir», sagði Heipt við Ast, eitt sinn snemma morguns, þá er Kjartan dvaldi fyrir dyrum úti á Laugum, og hafði í þrjá daga varnað bæjarbúum út- göngu. »Ekki er á að lítast !» var allt hvað Ast sagði — en rjett í því opnuðust aðrar dyr, og út í þær gekk Guðrún Ósvífursdóttir, og hafði þá faldað motrinum góða: Ingibjargarnaut. »Sjáðu, systir! er konan ekki fögur?» sagði Heipt glottandi við Ast. »Og er ekki Kjartan göfuglegur, þar sem hann hallar sjer fölur upp að dyrastafnum». »Jú, þau eru hvort sem annað. — Mjer rís hugur við þessum fundi þeirra. — Bíddu við — þau horfast í augu. — A þessu augnablild tal- ar kœrleikurinn hátt í brjóstum þessara mikil- menna». »Já, en þar tala jeg líka hátt», sagði Heipt- in og glotti við tönn. Hjer berumst við á banaspjótum — við sjáum, hvor sigrinum hrósar» — og Heipt glotti aptur, því Kjartan sagði við Guðrúnu : »f>ú hefir stolið motrinum». »Mjer var hann og ætlaður að bekkjargjöf», var svarið. »Engum fláráðum svikara var hann ætlaður», sagði Kjartan um leið og hann reið í burtu. Ast og Heipt fylgdu honum — önnur hrvgg — hin glöð.


Kjartan og Guðrún

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.