loading/hleð
(14) Blaðsíða 8 (14) Blaðsíða 8
8 frumvarpi stjórnarinnar um fyrirkomulagið á fjár- hagssambandi íslands og Danmerkur. Honnm skilst svo, sem þíngið Iiafi gjörsamlega hafnað frumvarpi stjórnarinnar. J»ví til sönnunar færir hann til eitt atriði úr álitsskjali þíngsins til konúngs. því atriði er reyndar svo varið, að það getur í fljótu bragði virzt að styðja mál hans, þegar það er slitið út úr sambandinu. Yfir hinum atriðunum þegir liann, og eins yfir því, bæði hvernig á frumvarpinu stóð og hvílíkar undirtektir það fékk í heild sinni á þínginu. Sé það allt skoðað í sameiníngu, fær málið allt ann- an blæ en hann vill láta sýnast,. J>að er einkum tvennt, sem eg ætla nú að leiða rök til og vonast til að geta, nefnil. að frumvarp stjórnarinnar hafi í raun og veru að efninu til fengið svo góðar undir- tektir, sem því gátu borið, með því að þíngið kann- aðist við, að með því væri málinu þokað nokkuð á- leiðis og nær samkomulagi, og að uppástúnga þíngs- ins alls eigi þurfi að verða málinutil neinnar fyrir- stöðu eða minnstu tafar, ef sljórninni væri það full alvara að hraða úrslitum þess. Eg skal þá fyrst skýra frá, hvernig á málinu stóð, og mcðferð þess á alþíngi. Konúngsfulltrúi lagði fram fyrir þíngið «frumvarp til laga um nýtt fyrirkomulag á fjárhagssambandinu milli íslands og Danmerkur». Hvað frumvarpþetta snertir og ástæð- urnar fyrir því, get eg vísað lil departements - tíð- indanna 22. Juli þ. á., nr. 38. í 1.—-4. gr. frum- varpsins er ráð fyrir gjört, að ríkisþíngið skuli (um 12 ár) afsala sér öllum fjármálaráðum íslands^.og að alþíng skuli (um 12 ár) takast þau á bendur. f>ar er og til tekið, hvað teljast skuli með tekjum og útgjöldum íslands eingaungu, og sem alþíng skuli


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Ár
1867
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.