loading/hleð
(15) Blaðsíða 9 (15) Blaðsíða 9
9 fá ráð yfir. í 5. gr. er stúngið upp á því, að greiða skuli öll eptirlaun, sem Islandi við koma, úr ríkis- sjóði, en þau gjöld eiga aptur að dragast frá því 42,000 ríkisdala tillagi, sem íslandi er licitið (um 12 ár) í 7. gr. Enn er svo á kveðið í 6. gr., að kostnaðurinn við stjórn íslands mála í Iíaupmanna- höfn og við gufuskips-póstferðirnar milli Islands og Kaupmannahafnar skuli eigi teljast með útgjöldum íslands (um 12 ár). þetta er hérumbil aðalefnið í frumvarpinu. þess ber fyrst að gæta, að frumvarp stjórnar- innar erekki frumvarp til laga handaíslandi, heldur til einhverskonar bráðabirgðarlaga, sem síðan eiga að leggjast fyrir ríkisþíngið danska, og vera svo sem til leiðbciníngar síðar meir, þegar samið yrði eigin- legt lagafrumvarp í þessu máli eða stjórnarskipunar- frumvarp, sem einhverntima yrði að líkindum lagt fyrir alþíng. |>að er og allniganda, að alþíng ís- lendínga er að cins ráðgjafarþíng, eins og stétta- þíngin gömlu voru. Með því nú að svo mikill mun- ur er á stöðu og réttindum alþíngis og ríkisþíngs- ins, þá getur hver maður skilið, að meðferð mál- anna hlýtur að vera öll önnur, og þau verða að skoð- ast frá ólíku sjónarmiði. þetta atriði hefir mikla þýðíng. Nú er svo að sjá, sem sljórnin helzt vilji skoða alþíng sem nokkurskonar álilanefnd, sem annað veifið lúti undir sig, en hitt veifið undir ríkis- þíngið. Alþíngi er því varla láanda, þótt það eptir megni leitist við í sem flestum málum að neytaréttar síns, eins og það gjörir, og hiki sér við og enda sö hrætt við að takast í fáng meðferð mála, þegar fyrir- fram má gánga að því vísu, að lillögur þess um þau verði lítils eða vettugis metnar. það er að minnsta


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Ár
1867
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.