loading/hleð
(23) Blaðsíða 17 (23) Blaðsíða 17
17 lagt fram fyrr cn á aljjíngi 1867. IJiðin á stjórn- arbótinni mundi þá hafa orðið jafnlaung, hvernig sem alþíng hefði farið að, og verður því eigi sagt, að það hafi tafið málið. í þessu atriði hefir þá höfundur bréfsins einnig rángt fyrir sér. þegar nú höfundur «hréfsins» leggur út allar gjörðir þíngsins í þessu máli á þann veg sem hann gjörir, þá er eigi kyn, þótl hann skeyti skapi sínu á þeim, er liann kennir úrslit málsins, og eg, sem rita þetta, hefi enganveginn farið varhluta af at- yrðum hans, því að eg á að hafa með ymsum hrögð- um afvega leidt hina andlega voluðti meðal þíng- manna. f>að er að vísu öldúngis salt, að eg ræddi um mál þetta að efninu til á þínginu, en til þess hafði eg sem forseti fullkomna lagaheimild, þó að eg mjög sjaldan hafi hagnýtt mér þann rétt. Enn frem- ur vil eg enganveginn lýsa yflr því vantrausti til sjáll’s mín, að athugascmdir mínar hafi engin áhrif haftáúrslit málsins; en hins vegar er eg nokkurn- veginn sannfærður um það, að úrslit málsins mundu hafa orðið svipuð, hvort sem var. Eg þykist líka vera húinn að sýna það, að cf mcnn íhuga alla málavöxtu með stillíngu, þá getur ekkert verulegt þykkjuefni verið á hvoruga hlið. Ef mcnn kannast við, að frumvarp stjórnarinnar liafi eigi verið að- gengilegt, þá leiðir af sjálfu sér, að eugin ástæða er til að stökkva upp á nef sér úlaf því, þó að það eigi væri samþykkt, eins og það lá fyrir. Ann- aðhvort varð þá að breyta því eða hafna. |>að hlaut að vera varasamt að stínga uppá breytíngum við það, með því engi vissa var fyt'ir, hverjar aileiðíngar þær kynni að hafa. Menn gátu alls eigi treyst því, að nokkrar breytíngar yrði málinu til fyrirgreiðslu,


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Ár
1867
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.