loading/hleð
(18) Page 18 (18) Page 18
Reglur samtaka hernámsandstæðinga 1. grein. Samtökin heita Samtök hernámsand- stæðinga. 2. grein. Hlutverk samtakanna er að berjast fyrir afnámi herstöðva á íslenzkri grund og hiut- leysi íslands í hernaðarátökum og standa gegn hverskonar erlendri ásælni. 3. grein. Samtökin hyggjast sameina íslend- inga, hvar í flokki sem þeir standa, til sóknar að fyrrgreindu marki. 4. grein. Samtökin taka ekki afstöðu til ann- arra mála en þeirra, sem um getur í 2. grein. Samtökin taka ekki þátt, beint eða óbeint, í kosningum til Alþingis. Samtökin leitast við að vinna menn úr öllum stjórnmálaflokkum til starfs fyrir brottflutningi alls erlends herliðs úr landinu. 5. grein. Héraðsnefndir starfa milli landsfunda að því að framkvæma stefnu samtakanna. Fyrir landsfund boðar hver héraðsnefnd til almenns fundar herstöðvaandstæðinga á starfssvæði sínu. A þeim fundi skal kosin ný héraðsnefnd, sem velur fulltrúa á landsfund og gegnir störfum unz héraðsfundur hefur verið haldinn til undirbún- ings næsta landsfundi. 6. grein. Héraðsnefndir hafa rétt til að senda á landsfund einn fulltrúa með öllum réttindum fyrir hvern hrepp á starfssvæði sínu. Héraðs- nefndir í kaupstöðum og þeim hreppum, sem hafa fleiri en 1000 íbúa, hafa rétt til að senda einn fulltrúa fyrir hverja þúsund íbúa og brot úr þúsundi. 7. grein. Landsfundur ákveður baráttuaðferðir samtakanna og hefur æðsta vald í öllum mál- efnum þeirra. 8. grein. Á landsfundi skal kjósa landsnefnd, sem skipuð sé 34 fulltrúum úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi og 12 til vara] og 7 fulltrú- um frá hverju hinna kjördæmanna og 4 til vara. 9. grein. Sá hiuti landsnefndar, sem búsett- ur er í Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, nefnist miðnefnd. Hún fer með æðsta vald samtakanna milli funda landsnefndar. Ailir landsnefndar- menn eiga rétt til setu með fullum réttindum á fundum miðnefndar. Rísi ágreiningur innan mið- nefndar um mikilvæg framkvæmdaatriði eða skilning á reglum samtakanna geta fimm mið- nefndarmenn krafizt þess, að landsnefndarfund- ur sé kvaddur saman innan eins mánaðar til að fjalla um ágreiningsefnið. 10. grein. Miðnefnd kýs árlega úr sínum hópi 7 manna framkvæmdanefnd og 3 til vara. Rísi innan framkvæmdanefndar ágreiningur um framkvæmdaatriði eða skilning á reglum samtak- anna, getur hvaða framkvæmdanefndarmaður sem er krafizt þess, að miðnefndarfundur sé kvaddur saman innan viku til að fjalla um á- greiningsefnið. 11. grein. Framkvæmdanefnd boðar miðnefnd til fundar. Skylt er að boða fund í miðnefnd ef fimm landsnefndarmenn æskja þess skriflega. 12. grein. Verði ágreiningur I landsnefnd og miðnefnd þarf 4/5 greiddra atkvæða til þess að mál nái fram að ganga. 13. grein. Heimilt er, þar sem aðstæður leyfa, að mynda ráðgefandi fulltrúaráð, með fulltrúum frá þeim félögum, öðrum en félögum stjórn- málaflokkanna, sem lýsa vilja stuðningi við samtökin, og skal hvert félag hafa rétt til að tilnefna einn fulltrúa í ráðið. Fulltrúaráðið sé kallað saman í sambandi við stærri aðgerðir og ef mikinn vanda ber að höndum. 14. grein. Landsfund samtakanna skal halda eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti og oftar ef landsnefnd ákveður. 15. grein. Reglum þessum verður hvorki breytt né við þær aukið, nema á landsfundi Samtaka hernámsandstæðinga. 18 T ÍS i ndi I’ i n g v u lla I u nd ur


Tíðindi Þingvallafundar

Year
1960
Language
Icelandic
Pages
56


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Link to this page: (18) Page 18
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/18

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.