loading/hleð
(5) Page 5 (5) Page 5
Sókn gegn hernáminu — um baráttu hernámsandstæðinga sumarið 1960 Keflavíkurgangan 19. júní 1960 sýndi svo ekki varð um villzt, að þeir íslenzkir herstöðvaandstæðingar, er mest hvöttu til nýrra að- gerða, höfðu rétt fyrir sér. Veturinn næst á undan hafði hugmyndin um slíka göngu verið allmikið rædd á fundum samtakanna „Friðlýst land" og er leið að vori á sameiginlegum fundum einstaklinga úr þeim samtökum og ýmissa annarra. Voru skoðanir allskiptar um það, hvaða líkur væru á að slíkar aðgerðir myndu heppnast, svo og um gildi þeirra. Ýmsir töldu að 50 km. ganga væri ofraun íslenzku hóglífisfólki 20. aldar, og að rétt myndi að byrja í smærri stíl. Þeir sem ákveðnast studdu hug- myndina um göngu alla leið frá herstöðinni til Reykjavíkur lögðu höfuðáherzlu á táknrænt gildi slíkrar göngu, svo og það hve mikla þýðingu það hefði að góður hópur staðfesti sameiginlega í verki að hann byggi yfir nokkru þreki, er endast mætti til snarpra eða langvinnra átaka fyrir endurheimt íslands úr hers höndum. Gangan ákvcðin Það var snemma í marzmánuði á fundi um það bil 20 áhuga- manna, sem haldinn var i Aðalstræti 12, að kosin var nefnd 5 manna og tveggja til vara og henni falið það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum er fram höfðu komið og ákveða, hverju skyldi hrint í framkvæmd þá þegar á næstu vikum. I nefndinni áttu sæti: Björn Þorsteinsson, Drífa Viðar, Einar Bragi, Kjartan Ólafsson og Þorvarður Örnólfsson — varamenn voru Ása Ottesen, er tók fullan þátt í störfum nefndarinnar og Stefán Jónsson, er forfaliaðist frá störfum. í nefnd þessari var ákveðið, að hugmyndin um mótmælagöngu frá herstöðinni í Keflavík til Reykjavíkur skyldi framkvæmd í júní- mánuði og endað með útifundi í Reykjavík. Undirbúningur hafinn Aftur var haldinn í Aðalstræti 12 fundur áhugamanna og þar gengið frá myndun undirbúningsnefndar, er annast skyldi alla fram- kvæmd göngunnar. í þeirri nefnd áttu sæti: Ása Ottesen, Björn Þorsteinsson, Drífa Viðar, Einar Bragi, Guðmundur Magnússon, Hannes Sigfússon, Jónas Árnason, Kári Arnórsson, Kjartan Ólafsson, Ólafur Pálmason, Ragnar Arnalds, Tryggvi Emilsson og Þorvarður Örnólfsson. Skrifstofuhúsnæði fyrir starfsemina tókst að útvega í Mjóstræti 3 á annarri hæð, og opnaði undirbúningsnefnd Keflavíkurgöngunnar þar skrifstofu á fyrstu dögum júnímánaðar. Fastir starfsmenn á skrif- stofunni dagana fram að göngunni voru: Kjartan Ólafsson, Sigurjón Einarsson og Þorvarður Örnólfsson. T í S i n d i /> i ngvallafundar 5


Tíðindi Þingvallafundar

Year
1960
Language
Icelandic
Pages
56


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Link to this page: (5) Page 5
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/5

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.