loading/hleð
(26) Blaðsíða 22 (26) Blaðsíða 22
ákaflyndir og hafa of lítið taumhald á tilfinningum sínum; hinir beztu þeirra eru eins og kaflar rifnir út úr góðri bók. En þeir listamenn Frakka, sem fremstir standa, hafa eins og gömlu meistararnir, hina furðulegu dýpt, auðlegð og ró, líkt og úthafið, sem að vísu getur gárazt á yfirborðinu, en er undir niðri ávallt eins.“2 Af þessu má það Ijóst vera að afstaða Jóns var mjög klassísk. Hún var sprottin úr jarðvegi franskrar listspeki og að mati hans kristölluð í verkum Paul Cézannes (1839-1906). Rætur þessa klassíska myndmáls rakti Matisse aftur til 17. aldar málarans Nicolas Poussins (1594-1665), sem hann taldi hinn sanna læriföður Cézannes. Er ekki að efa að Jón hefur haft Poussin í huga þegar hann minntist á ,,hina furðulegu dýpt, auðlegð og ró gömlu meistaranna." Samkvæmt hinni klassísku myndhugsun skal hver einstakur þáttur myndverksins sveigður undir skipulega heild. Teikning, form og litur skulu vera í innbyrðis jafnvægi þannig að fullkomin ró hvíli yfir útkomunni. Þá er skilyrðislaust hafnað öllu því sem ekki kemur sjálfu myndmálinu til góða. Þessi afstaða er fullkomin andstæða þýska expressjónismans, enda dregur Jón enga dul á hvað honum finnst um þýska samtímalist. Það er heldur hvergi að finna í verkum hans þá huglægu tilfinningahyggju sem liggur til grundvallar expressjón- ismanum. Þar eru hvorki lýsingar á hugarástandi né lundarfari né nokkru því sem veldur þenslu eða röskun myndmálsins. Stílfærslur Jóns, ýkjur og einfaldanir, þjóna ávallt myndrænum tilgangi og miða að auknu jafnvægi myndflatarins. Svo rækilega tileinkaði Jón sér þessar reglur, að Þorgeirsboli (máluð 1929 og eign Listasafns íslands), eina verk hans sem talist getur expressjónískt sökum til- finningaríks myndefnis, er rækilega njörvað í klassískar viðjar. Ef að er gáð, kemur í Ijós að tryllt nautið er hamið á myndfletinum líkt og það væri steinrunnið. Fnasið, sem myndar tvær keilur niður af grönum dýrsins, er meitlaðra og áþreifanlegra en hamrabeltið að baki stúlkunni. Allt yfirbragð myndarinnar er leikrænt og sviðskennt og þar af leiðandi mun nær ítölsku frumstæði, eins og það birtist í orrustumyndum Paolos Uccellos (1397-1475), en þýskættuðum expressjónisma.3 Fá verk sýna betur hvernig Jón sniðgekk expressjónískar eigindir í list sinni, jafnvel þótt yrkisefnið byði upp á notkun þeirra. En seint mun fást úr því skorið hvort þessi einarða afstaða var sjálfsprottin eða numin af hinum fræga kennara í París. Eitt er víst, að Matisse hafnaði afdráttarlaust allri skírskotun til sálrænna þátta þegar hann 22
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Saurblað
(94) Saurblað
(95) Kápa
(96) Kápa
(97) Kvarði
(98) Litaspjald


Fjórir frumherjar

Ár
1985
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
96


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fjórir frumherjar
http://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.