loading/hleð
(12) Page 10 (12) Page 10
Við viljum að verðbætur á laun verði reiknaðar í krónutölu en ekki hlutfallslega eins og nú er. Við viljum atvinnustefnu sem miðar að fullri atvinnu fyrir allt vinnufært fólk í landinu og teljum að vænlegasta leiðin til þess sé að efla smáiðnað til innanlandsnota og fullvinna hér útflutnings- vörur okkar, fisk og landbúnaðarvörur. Áform um nýtt og betra samfélag stoða þó lítt ef haldið verður áfram á þeirri braut rányrkju og umhverfismengunar sem nú ógnar öllu lífi á jörðinni. í stað þess að ganga stöðugt á auðlindir jarðarinnar verðum við að koma á jafnvægi milli manns og nátt- úru. Við viljum nýta auðlindir lands og sjávar á þann veg að ekki verði gengið í berhögg við lögmál náttúrunnar eins og nú er gert með ofnýtingu fiskistofna, ofbeit, fyrirhyggjulausri mannvirkja- gerð og óhóflegri umferð um viðkvæm landssvæði. Við verðum hvert og eitt að vera ábyrg fyrir umhverfisvemd og marka verður ákveðna stefnu með heildstæðri löggjöf um umhverfismál og nýt- ingu auðlinda. FRIÐAR- OG UTANRÍKISMÁL ísland er hluti af samfélagi þjóðanna og okkur ber að axla þá ábyrgð sem því fylgir. í því samfélagi er gæðum jarðar misskipt og réttlæti fótum troðið. íslendingum ber að taka afstöðu á alþjóða- vettvangi gegn misrétti og kúgun í hvaða mynd sem er. Við viljum að íslendingar veiti þá þróunaraðstoð sem þeim ber samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóðanna og hagi ávallt 10


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Year
1983
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Link to this page: (12) Page 10
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/12

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.