loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
aðstoð sinni í samræmi við þarfir og aðstæður íbúa á hverjum stað. Vinna verður sérstaklega að úrbótum á aðstæðum kvenna og bama í þriðja heiminum. Það er staðreynd að auðævi jarðar- búa nægja til að útrýma skorti — ef þau em réttilega notuð. Nú er svo komið að lífi og umhverfi er ógnað af vígbúnaði sem á engan sinn líka í veraldarsögunni. Gjöreyðingarhættan er raun- veruleg og vofir yfir okkur öllum. Fjármunum er sóað í vígbúnað meðan hungmð böm hrópa á mat. Konur vemda h'f og viðhalda því og þess vegna höfum við næma skynjun á þeirri ógn sem mannlífinu stafar af síaukinni söfnun tortímingarvopna. Okkur konum ber því fmmskylda til þess að spoma við þessari geigvæn- legu þróun. í áratugi hefur íslendingum verið skipt í tvær andstæðar fylk- ingar með og á móti aðild að hemaðarbandalagi, með og á móti vem erlends hers í landinu og stjómmálaflokkar hafa notað það blygðunarlaust sér til framdráttar. A sama tíma hefur vígbúnaður stórveldanna margfaldast og ógnar nú öllu lífi á jörðinni. Spum- ingin er ekki eingöngu um þátttöku okkar í hemaðarbandalagi eða dvöl hers hér á landi, spumingin er um líf eða dauða. íslensk- ar konur verða því að sameinast í baráttu fyrir afnámi allra hem- aðarbandalaga, afvopnun og friði. Við viljum að íslensk stjómvöld taki afstöðu gegn vígbúnaði bæði heima fyrir og á alþjóða vettvangi, því ógnarjafnvægi leiðir ekki til öryggis. Við viljum að stjómvöld beiti áhrifum sínum hjá alþjóðasamtökum til eflingar friði og alþjóðlegri réttarvemd. Við viljum tryggja að kjamorkuvopn verði aldrei leyfð á íslandi. Við viljum að íslensk efnahagslögsaga verði friðuð fyrir kjamorkuvopnum og umferð kjamorkuknúinna farartækja. Við mótmælum harðlega losun kjamorkuúrgangs og eiturefna í hafið vegna þeirrar hættu sem öllu hfríki og þar með fiskistofnum er búin með slíku athæfi. 11


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.