loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
Stefnuskrá Kvennalistans Kvennalistinn stefnir að samfélagi þar sem virðing fyrir lífí og samábyrgð sitja í öndvegi. Við setjum á oddinn hugmyndir um kvenfrelsi sem fela í sér rétt kvenna til að vera metnar á sínum eigin forsendum til jafns á við karla. Við leggjum til hliðar hug- myndir um jafnrétti sem fela í sér rétt kvenna til þess að fá að vera eins og karlar. Konur eru mótaðar af því hlutverki að ala böm og annast, við vinnum önnur störf og búum því yfir annarri reynslu en karlar. Reynsla kvenna leiðir af sér annað verðmæta- mat, önnur lífsgildi, en þau sem ríkja í veröld karla. Konur líta þar af leiðandi öðrum augum á málin. Konur hafa ótal margt fram að færa sem getur gagnast okkur til þess að snúa af vegi eyðingar og ógnar, inn á braut friðar og frelsis. í aldanna rás hefur hver kynslóð manna átt það takmark að tryggja framtíð bama sinna og búa þeim betra líf. Nú virðist sem sá hluti mannkyns er býr á norðurhveh jarðar hafi misst sjónar á þessu markmiði. Heimsbyggðinni, komandi kynslóðum, og nátt- úmnni er ógnað af vígbúnaði, auðlindaþurrð, eyðingu lands, iðn- aðarmengun, óstjóm og græðgi. Fátækt og misrétti í heiminum fer vaxandi þrátt fyrir tækniframfarir, vopnin em látin tala og valdi er óspart beitt til þess að kúga einstaklinga og þjóðir. 1


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.