loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
— hugarfarsbyltingu sem beinist að því að gjörbreyta afstöðu einstaklinga og sam- félagsins í heild til kvenna, þannig að kon- ur, störf þeirra og allt sem kvenlegt er sé metið til jafns við þau mannlegu verðmæti sem karlar hafa fram að færa. 9 — tryggja konum aukna ábyrgð á mótun og stjórn þjóðfélagsins á forsendum kvenna. Við höfnum jafnréttishugtakinu eins og það hefur verið notað undanfarna áratugi, þar sem gengið er út frá því að afmá öll sérkenni kvenna og móta þær í mynd karl- mannsins, eins og ,,hið karlmannlega" sé hið rétta og æskilega. í nafni jafnréttisins hefur jafnvel verið gengið á rétt kvenna, t.d. í skattamálum með þeim afleiðingum að staða þeirra hefur versnað og mátti hún þó síst við því. Einnig hefur jafnréttis- umræðan eins og hún hefur farið fram á stundum kippt grundvellinum undan sjálfsvirðingu kvenna s.s. með því að gera lítið úr starfi húsmæðra og uppalenda. Við viljum: — tryggja konum lagaleg réttindi og forskot innan einstakra lagabálka s.s. innan tryggingalöggjafarinnar, í stað þess að vísa til gagnslausra jafnréttislaga sem tryggja konum fátt eitt. — kvenfrelsi sem felst í því að konur ráði sjálfar lífi sínu án forskrifta og fordóma. Kvenfrelsi sem veitir konum sjálfsöryggi og virðingu fyrir sér og sínu kyni. — gera ráðstafanir til að draga úr vaxandi ofbeldi sem konur eru beittar, með aukinni fræðslu, umræðu, endurbótum á löggjöf og meðferð ofbeldismála í dómskerfinu og með því að tryggja konum aðstoð og ráð- gjöf. — stuðla að uppbyggingu kvennaathvarfa í öllum stærstu bæjum landsins. Við viljum: — að samfélagið haldi uppi öflugu og góðu skóla- og heilbrigðiskerfi í þágu allra landsmanna. Slík þjónusta er grundvöllur framtíðar þjóðarinnar og mælistika á mannúð og samábyrgð. — aö dagvistarmál. skólamál og fleira sem snertir daglegt líf fólks fái forgang fram yfir önnur mál og nægilega fjárveitingu með- an verið ei að tryggja aðstöðu allra barna. — lengja fæðingarorlof foreldra í a.m.k. 6 mánuði. — tryggja öllum konum lífeyrisréttindi. — búa á mannsæmandi hátt að öldruðum og öryrkjum og skapa þessum hópum og aðstandendum þeirra aðstöðu og atvinnu. — stórauka áherslu á fyrirbyggjandi heilsu- gæslu með fræðslu, vinnuvernd, með því að draga úr umferðarhraða o.fl. — endurskoða tryggingalöggjöfina með sér- stöku tilliti til kvenna. — átak til að bæta hag einstæðra foreldra. Við viljum: — styttingu vinnuvikunnar og aukinn frítíma fyrir börn og fullorðna. — vinna að því að ný tækni verði til þess að stytta vinnuvikuna án launaskerðingar en skapi ekki atvinnuleysi. — að örtölvubyltingin skapi konum nýja at- vinnumöguleika en verði ekki til að mynda nýja láglaunakvennastétt. — tryggja fulla atvinnu. — að fólk geti séð sér og sínum farborða með daglaunum. Við viljum: — stefnu hinnar hagsýnu húsmóður í efna- hagsmálum sem byggist á því að ráðstafa því sem til er á skynsamlegan hátt, eyða ekki um efni fram og rækta eigin garð. — blandað hagkerfi. 8 FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.