loading/hleð
(11) Blaðsíða 9 (11) Blaðsíða 9
Viö höfnum stóriöju sem mengar náttúru og mannlíf. — byggja upp smáiðnað, fullnýta afurðir okk- ar og efla atvinnugreinar sem ganga ekki í berhögg við náttúru og líf landsins. — stjórnun fiskveiða sem gengur út frá fram- tíðarhagsmunum þjóðarinnar en ekki stundargróöa. — efla fjölbreytni í íslenskum landbúnaði. — hafna gegndarlausri sóun á verðmætum, en viljum endurnýtingu t.d. á pappír og gleri þar sem því verður við komið. — hafna stóriðju sem spillir náttúrunni, eyðir auðlindum jarðarinnar, kallar á endalausa meðgjöf og óarðbærar fjárfestingar. — vinna gegn afkastahvetjandi launakerfum sem eru mannskemmandi og koma niður á gæðum framleiðslunnar. Gæði eiga að bæta laun. Við viljum: — vernda náttúru íslands gegn rányrkju, eyðingu og slæmri umgengni og koma á jafnvægi manns og náttúru. — draga úr mengun frá bílum og manna- byggð. — tryggja að fólk geti valið um það í hvers konar húsnæði það vill búa, hvort sem um er að ræða eigið húsnæði eða leiguíbúðir. — stórauka byggingu leiguhúsnæðis. FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN 9


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.