loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
HVAÐ SAMEINAR OKKUR? Hlutverk kvenna hefur frá fyrstu tíð verið að vernda líf og viðhalda því. Konur ganga með börnin, fæða þau og ala upp. Vinnustaður þeirra hefur verið á heimilinu eða í námunda við það, og þar hafa konur þróað sínar sér- stöku aðferðir við matargerð, fatasaum, Ijós- móðurstörf, uppeldi barna og kennslu, þvotta og önnur þrif, hjúkrun og umönnun sjúkra og aldraðra. Þrátt fyrir ólík lífskjör kvenna er þetta sameiginlegur reynsluheimur þeirra, arfur þeirra frá kynslóð til kynslóðar, það sem hefur mótað heimsmynd þeirra og menningu. Það sem einkennir reynsluheim kvenna er að hann er svo til ósýnilegur og að hann er lítils metinn. Sú hugmyndafræði sem samtök okkar leggja til grundvallar, byggir á því, að viðhorf og lífssýn kvenna og karla mótast af hefð- bundinni starfsskiptingu þeirra, uppeldi og kynferði. Heimur karlmannsins hefur verið út á við þar sem hörð samkeppni rikir og afkoma hans og fjölskyldu hans hefur byggst á því að hann standi sig í þeirri samkeppni. í hinum harða heimi karlmannsins virðist oft ekki rúm fyrir mannleg samskipti og tilfinningar sem er hins vegar ríkur þáttur í hefðbundnum störfum kvenna. Það má deila um hvort hlutskiptið sé öfundsverðara eða gjöfulla, eflaust hefur þessi starfsskipting heft karla engu síður en konur. Það er þó óumdeilanlegt að karlar hafa frá öndverðu haft ákveðið frelsi umfram konur — frelsi sem felur í sér réttinn til að skoða, skilgreina og skapa þann heim sem við búum í. Karlmaðurinn hefur reiknað gang himin- tungla og stjarna. Listir, vísindi og menning byggja á gildismati hans og þeirri viðmiðun FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN sem hann leggur til grundvallar. Hann hefur búið til alls kyns hugmyndafræðikerfi sem hafa breytt gangi mannkynssögunnar sitt á hvað og þótt menn hafi greint á um ágæti þeirra hefur enginn borið brigður á rétt hans til að skapa þau. Sú kona sem hyggst hasla sér völl í heimi karla þarf að tileinka sér það hegðunarmynst- ur og þann hugsunarhátt sem þar er ríkjandi. Takist henni það er talað um að konan standi jafnfætis karlinum og að þau séu bæði jafn- rétthá. Við Kvennalistakonur sækjumst ekki eftir slíku jafnrétti, hvorki á sviði þjóðmála né annars staðar þar sem það felur ekki annað í sér en frelsi til að vera annars flokks karlar. Við teljum að störf kvenna, uppeldi og sú staðreynd að konur ala af sér líf hafi mótað menningu okkar og lífssýn frá kynslóð til kyn- slóðar. í raun má líkja því jafnrétti sem talað er um bæði í daglegu máli og í lögum við enn eitt sköpunarverk karlmannsins — karlmanns sem hefur reist sér hús til búsetu. Hann hefur meira að segja notað til þess nokkur þúsund ár. Nú opnar hann dyrnar og segir við kon- una: „Gjörðu svo vel, allt mitt er þitt, láttu bara eins og þú sért heima hjá þér.“ Og hvað er það þá sem hindrar konuna í að finnast hún eiga heima þarna og hreiðra um sig? Einfald- lega það að hún teiknaði ekki þetta hús, byggði það ekki, réði ekki lit þess né lögun, herbergjastærð né húsbúnaði. Er furða að hún vilji byggja við? Eða jafnvel byggja nýtt hús, sem er þá í fyllingu tímans hægt að tengja húsi karlsins með skemmtilegri göngu- götu, jafnvel yfirbyggðri! Að okkar mati verður fyrst hægt að tala um 3


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.