loading/hleð
(16) Blaðsíða 14 (16) Blaðsíða 14
þeirrar kynslóðar sem á að endurnýja þjóð- félagið og um leið velferð foreldra hennar sem í dag eru veigamikil burðarstoð íslensks þjóðfélags. Framtíð þessa lands býr í börnun- um okkar. Það er því þjóðarhagur að hlúa vel að þeim. Samn. við Alusuisse — S. D. K. En er nokkurt vit í því að íslenskur almenn- ingur haldi áfram að greiða niður raforku til erlendra hagsmunaaðila? Er nokkurt vit í að reka fyrirtæki sem enginn bókfærður arður er af? Er það haldbær lausn í íslensku atvinnulífi að leggja allt undir fyrir afskaplega fá en dýr atvinnutækifæri, að byggja upp atvinnurekst- ur sem óhjákvæmilega mengar náttúru lands- ins og hefur þar að auki í för með sér tölu- verða byggðaröskun og þar með ótöluleg félagsleg vandkvæði? Er ekki kominn tími til að staldra við og hyggja að því, að hvers konar þjóðfélagi við viljum stefna hér í landi? Um Ljósmæðraskóla íslands — S. D. K. Einnig langar mig til að lýsa áhyggjum mínum yfir því hvernig sífellt þrengir að hefð- bundnum kvennamenntastéttum. Þetta varð- ar bæði Ijósmæður og hjúkrunarfræðinga. Það eru sífellt gerðar hærri prófkröfur og kröf- ur um lengra nám í stéttum sem konur hafa mikið sótt í, og eins og ég segi hef ég svolitlar áhyggjur af því. Járnblendiverksm. i Hvalfirði — S. D. K. .. .Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að stóriðju skuli haldið áfram hér á landi og ný stóriðja sett á laggirnar á meðan tínd eru til um leið mörg og þung rök fyrir hinu gagnstæða? Sú þráhyggja, sem endurspegl- ast í íslenska stóriðjudraumnum á sennilega vart sinn líka á byggðu bóli ef áfram gengur svo sem hingað til. Ég vil ekki frekari stóriðju hér á landi vegna þess að það þýðir í reynd aukin fjárhagsleg ítök erlendra aðila hér á landi, sem sumir hverjir eru voldugri á alþjóðavettvangi en smáríki á borð við ísland. Það vita þeir sem vita vilja að stóriðja er gamaldags og úreltur atvinnu- og framleiðslu- kostur. Öll framsæknustu iðnaðarríki heims eru nú að flytja þungaiðnað sinn úr landi og þau flytja hann til þróunarlandanna og landa eins og íslands, sem reyndar má færa rök fyrir að flokkist til þróunarlanda frá efnahagslegu sjónarmiði. Ef við íslendingar ætlum okkur upp úr þeirri einhæfni, sem í dag einkennir efnahagslíf okkar, gerum við það ekki með því að taka hér við erlendri stóriðju, heldur með því að þróa hér innlendan léttiðnað byggðan á okkar eigin vitsmunum og þekk- ingu, svo að ekki sé minnst á okkar eigin hrá- efnum. Sem dæmi um slíkan iðnað má nefna rafeindatækni ýmiss konar líftækni sem mikið hefur verið rætt um undanfarið og tækni við fullvinnslu matvæla. Um menntaskólafrv. — S. D. K. Fullorðinsfræðsla er mikið réttindamál, og ekki síst fyrir konur sem almennt hafa töluvert minni menntun en karlar. Fyrir því liggja fjöl- margar ástæður, en þar vega e.t.v. þyngst hefðbundin viðhorf til þess hvert skuli vera lífsstarf og hlutverk kvenna í þjóðfélaginu. Að- gangur að fræðslu og endurmenntun á full- orðinsárum er því einn mikilvægur þáttur í frelsisbaráttu kvenna og mér finnst ekki ann- að sanngjarnt en þær njóti þar sömu að- stæðna og börnin sem þær eru eða hafa lokið við að ala upp. Viðhorf og gildi breytast allajafna ekki í einu vetfangi. Þau breytast hægt og það er einnig þungur róður með það, t.d. á þessu þingi, að fá svo mikið sem afgreidd hvað þá heldur samþykkt þau mál sem bæta mundu aðstæður kvenna og gera þeim kleift að standa meira jafnfætis körlum almennt en nú er. Það ber því brýna nauðsyn til að hvarvetna sé gripið niður í lagasetningu með þeim hætti að stuðla megi að raunverulega bættri stöðu kvenna, jafnrétti og jafnrar stöðu kvenna og karla hér á landi. í þeim efnum er greiður að- gangur að fullorðinsfræðslu ákaflega mikil- vægur fyrir konur, því aðeins þannig á mikill hluti íslenskra kvenna raunverulega mögu- leika á því að afla sér menntunar. 14 FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.