(15) Blaðsíða 13
skynsemi og tilfinningar til að bera ábyrgð á
sínu eigin lífi og annarra muni gera það sem í
hans valdi stendur til að slíkum vopnum verði
aldrei beitt...
Ég ætla ekki að lengja mál mitt með því að
telja upp öll þau mörgu og sterku rök sem
beinast gegn vígbúnaðarkapphlaupinu og
tryggingu friðar á grundvelli ógnarjafnvægis
kjarnorkuvopna. Stórveldin tvö, Bandaríkin og
Sovétríkin, eru komin í sjálfheldu og halda
jafnframt stórum hlutum heimsbyggðarinnar í
gíslingu með viðkvæmu og ótryggu ógnar-
jafnvægi. Óstöðugleiki þess vex eftir því sem
tækni hinna nýju vopna verður þróaðri og nú
er svo komið að einungis 6 mínútur gefast til
umhugsunar og ráðrúms, 6 mínútur til að
velta því fyrir sér hvort um tölvumistök eða
veruleika sé að ræða. Þetta minnkandi svig-
rúm og stirðar samningaviðræður valda því
að spenna í samskiptum stórveldanna fer
vaxandi og síeykur hættuna á kjarnorkuátök-
um. Eins og Alva Myrdal hefursagt: Við kaup-
um okkur aukið óöryggi fyrir stöðugt hærri
upphæðir.......
Kvennalistinn telur því að öll kjarnorkuveldi
ættu að samþykkja ótvírætt að bera ekki
kjarnorkuvopn að neinni deilu. Upphaf kjarn-
orkuátaka mundi leiða til sjálfsmorðs þjóða og
mannkynsmorðs. Við teljum að allar þjóðir
ættu að fallast á sannanlega frystingu á hönn-
un, tilraunum, framleiðslu og uppsetningu á
kjarnorkuvopnum. Sú frysting ætti síðan að
leiða til fækkunar og endanlegrar útrýmingar
kjarnorkuvopna úr vopnabúrum þjóðanna.
Kennsla i íslandssögu — G. A.
Þegar svo farið er að segja frá athöfnum
manna og rás sögunnar, þá eru það ekki kon-
ur sem segja frá, það eru fyrst og fremst karl-
ar. Og alveg á sama hátt og þeir meta og hafa
metið framlag kvenna eftir þeim mælistikum
sem lagðar hafa verið á verðmæti einstakl-
ingsins, eins og t.d. að greiða þeim laun, þá
meta karlar söguna út frá sínu sjónarhorni og
sinni reynslu en sleppa fremur því sem þeir
þekkja ekki af eigin raun.
En nú eru breyttir tímar og konur vilja ekki
FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN
lengur vera meðsekar um áhrifaleysi sitt.
Ótrúlegt langlundargeð þeirra er þrotið og
þær vilja bæta kjör sín og leita þess eðlilega
réttar sem þeim ber til að ráða meiru um lífs-
feril sinn og val og jafnframt að hafa meiri
áhrif til að móta það þjóðfélag sem þær búa í.
Þær vilja verða gerendur og skrifendur eigin
sögu, ekki bara þolendur.
Konur vilja að mennskan og hið mjúka gildi
komist að til að móta söguna og skrifa hana.
Þess vegna er Kvennalistinn til og þess vegna
stend ég hér.
Framtíö þessa lands býr í börnunum okkar.
Um fæðingarorlof — S. D. K.
Að síðustu er hér verið að leggja til þótt í
smáu sé, breytt gildismat við forgangsröðun
mála. Það er verið að leggja til að við veitum
nokkrum fjármunum til þess að tryggja velferð
13
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Kápa
(20) Kápa
(21) Kvarði
(22) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Kápa
(20) Kápa
(21) Kvarði
(22) Litaspjald