loading/hleð
(20) Blaðsíða 16 (20) Blaðsíða 16
16 ast búið. Og enginn af oss fær óskað sér nokkurs betra á sinni síðustu stundu, en að hugir vorir megi þá vera hjá guði, vorum seinustu orðum snúið til hans, og hinum seinustu andvörpum varpað í lians föðurfaðm. En það veitist þeim einum, sem álífs- ins heilbrigðu dögum lifðu í guði og höfðu sína um- gengni við liann. þannig er þessi vor elskaða systir skilin hér við, söknuð oss öllum, en sárlega treguð af eptir- lifandi ástvinum. Hér er bæði öldruð móðir, sem, þreytt af margfaldri reynslu lífsins, liefur enn nú hlotið að búa sína elskaða dóttur til hinnar síðustu hvíldar, og hefur við það eitt að huggast, að innan lítils tíma muni það veitast, að sjá aptur hina ást- kæru, sem fyrri eru farnir, — og hér er sorgbitinn ektamaður, sem svo snemma hlýtur að skila aptur því bezta láni, sem guðs föðurforsjón hafði veitt, og gjörir það bæði með hrærðu hjarta, og með þakk- læti til gjafarans, fyrir alla þá blessun, sem hann naut með þessari framliðnu. Stundlegar samvistir hefur dauðinn náð að slíta, en hann fær aldrei slit- ið kærleikans heilaga band, því það er tengt af guði, sem er sterkari en dauðinn, og sem á sælum sam- fundadegi mun tengja það aptur, svo að ekkert megn- ar framar að skilja. Hér syrgja börnin elskaða móð- ur, sem með stöðugri nákvæmni og blíðu bar þau og þeirra heill fyrir brjósti. Já, þeir eru enn nú fleiri, sem maklega telja sig með ástvinum hennar, sem öllum vildi hið bezta og gladdistvið allraheill. Og yður öllum, mín elskuðu! fæ eg einúngis sagt


Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 16
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.