loading/hleð
(28) Page 26 (28) Page 26
Ofbeldi gegn börnum Bamaofbeldi er þjóðfélagsvandi sem lítið hefur venð til umræðu hér á landi og því dulið vanda- mál. Nágrannaþjóðir okkar eiga að baki margra ára markvisst starf gegn bamaofbeldi. Reynsla þessara þjóða sýnir að ofbeldi gegn bömum er miklu algengara en álitið var. Andlegt og líkam- legt ofbeldi og kynferðismisnotkun á bömum á sér stað óháð félagslegri stöðu fólks. Bamaofbeldi er afleiðing annarra fjölskyldu- vandamála, sem oftar en ekki eiga rætur sínar að rekja til þess hvemig búið er að fjölskyldunni í þjóðfélaginu. Ofbeldi innan heimila er ekki einkamál þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli. Því þarf að mæta með umræðu og fræðslu. í öllum skólum og annars staðar þar sem unnið er með börnum þarf starfsfólk að vera vakandi fyrir því hvort böm em beitt ofbeldi eða kynferðis- legri misnotkun. Styrkja þarf stöðu bama á heimilum og í þjóðfélaginu, auka bamavemd og fyrirbyggjandi starf fyrir böm og fjölskyldur í vanda. Kvennalistinn vill: að staða bamavemdar í Reykjavík verði styrkt með þvf að stofna stöðu bamamálsvara. Slíkur málsvari skal vera talsmaður bamsins í bamavemdarmálum bæði gagnvart foreldrum og stjómkerfi. að komið verði upp bakvaktaþjónustu í bamavemdarmálum á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. að komið verði upp ráðgjöf fyrir fagfólk sem vinnur með mál þar sem um ofbeldi gegn bömum er að ræða. að borgarlæknisembættið tryggi pláss fyrir neyðarinnlagnir á bömum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanhirðu. 26


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Year
1986
Language
Icelandic
Pages
32


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Link to this page: (28) Page 26
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/28

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.