(2) Blaðsíða 2
VEISTU ?
- að árið 1967 tóku gildi lög um jöfn laun karla og kvenna.
- að laun kvenna í fullu starfi voru vorið 1986 um 60% af launum
karla og var sá launamunur lítið breyttur frá árinu 1981.
- að laun giftra kvenna í fullu starfl voru um 55% af launum
kvæntra karla árið 1986 og hafði sá launamunur aukist frá því á
árinu 1981.
- að atvinnuþátttaka giftra kvenna var 20% árið 1960.
- að atvinnuþátttaka giftra kvenna var 84% árið 1989.
- að af giftum konum 19 til 50 ára vlnna 90% utan heimilis.
TELUR ÞÚ?
- að eiginmennimir hafi skilað sér í heimilisstörfin í sama hlutfalli
og konumar út á vinnumarkaðinn.
VEISTU?
- að vorið 1990 fengu afgreiðslukonur að meðaltali 55.000 kr. á
mánuði fyrir dagvinnu en afgreiðslukarlar 74.000 kr.
TELUR ÞÚ?
- að karlar afgreiði betur en konur og fái þess vegna 19.000 krónum
hærri laun?
VEISTU?
- að vorið 1990 fengu skrifstofukonur að meðaltali 72.000 kr. í
dagvinnulaun á mánuði en karlamir 102.000 kr.. Sættum við okkur
við þennan 30.000 króna mun?
VEISTU?
- að það em laun verkakvenna og -karla sem komast næst því að
vera sambærileg, verkakonur fá 58.000 kr. í meðalmánaðarlaun fyrir
dagvinnu en verkakarlar 62.000 kr., en þá em launin líka orðin svo
lág að þau em engum bjóðandi.
2