loading/hleð
(4) Blaðsíða 4 (4) Blaðsíða 4
Hvadan kemur hagvöxturinn? Hagvöxtur seinni ára er að mestu leyti til kominn vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna utan heimilis, en ekki eins og margur heldur, að hann eigi einkum rætur að rekja til meiri þekkingar, meiri tækni, meiri hagræðingar. Kannanir sýna að landsframleiðsla á hvem vinnandi mann jókst nær ekkert á árunum 1973-83. Atvinnuþátttaka giftra kvenna jókst hins vegar úr 20% 1960 í 84% 1989. Þess vegna er hagvöxturinn einkum til kominn vegna aukinnar vinnu kvenna. Konur hafa hlýtt kalli þjóðfélagsins sem æpir á sérhæfðan starfs- kraft og vinnufúsar hendur. Fjöldi þessara kv’enna hefúr reyndar ekki átt um neitt að velja, þær hafa orðið að bæta á sig launavinnu til að sjá fyrir sér og sínum. Okkur konum hefur verið talin trú um að kjörin batni með auk- inni menntun.Staðreyndin er hins vegar sú að laun kvenna em lægri en laun karla í öllum starfshópum, þetta á jafnt við hvort sem miðað er við föst laun eða heildarlaun. Kvennastörfin svo sem kennsla, hjúkmn og fóstmstörf kalla sífellt á meiri menntun án þess að launin hækki í samræmi við það. Læknar og ljósmæður hafa nú jafn langt nám að baki, heldur þú að launin séu sambærileg? Hvaða gildi liggja til grundvallar þegar störf eru metin til launa? Þetta er klukka fijrir útivtnnandi mæður, 32 klst. i sólarhringnum. 4


Frá Kvennalistanum til þín

Ár
1990
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá Kvennalistanum til þín
http://baekur.is/bok/eb96f92a-878c-4a2d-9818-2f5d63f7d42d

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/eb96f92a-878c-4a2d-9818-2f5d63f7d42d/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.