loading/hleð
(16) Blaðsíða 14 (16) Blaðsíða 14
14 hurfu úr lögunum allar efasemdir um það, hvort "ffáfall eiginkonu valdi tilfinnanlegri röskun á högum manns" eins og stóð í fyrri lögum, og ákveðið var að taka upp greiðslu bamalffeyris vegna látinnar móður, hvort sem hún var gift eða ógift án tillits til efnahags. Áður þurfti sérstaka heimild til greiðslu bamalffeyris til ekkla vegna látinna mæðra, en skylt var eins og nú að greiða bamalffeyri vegna látins foður, sem var örorkulffeyrisþegi. Lagfæringar hafa verið gerðar á lögunum og er nú fullkomið jafhrétti í þessari veigamiklu löggjöf. Sfðast var hún endurútgefin með breytingum 1984. Fjölskyldubætur voru afnumdar með lögum nr. 11/1975, í stað þeirra komu bamabætur, sem greiddar em gegnum skattakerfið. Eitt af því sem þróazt hefur í tryggingamálum síðasta áratug og haft hefur áhrif á félagslegar aðstæður kvenna er fæðingarorlofið. Umræður em í gangi og telja ýmsir ástæðu til að lengja það með tilliti til bamsins og tengsla við foreldra. Árið 1975 59) var gerð breyting á lögunum um atvinnuleysistryggingar (fæðingarorloO, og þá komu ákvæði um að konur sem forfallast vegna bamsburðar fái atvinnuleysisbætur í 90 daga. Árið 1980 60) var festur réttur foreldris til þriggja mánaða fæðingarorlofs, í hlutfalli við atvinnuþátttöku og það greitt úr lffeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þegar móðir hefúr tekið 2 mánuði getur faðir átt rétt á fæðingarorlofi í stað móður í allt að 1 mánuð, ef móðir óskar þess. Konur, sem em opinberir starfsmenn, og eiga aðild að BSRB, BHM og SÍBK eiga rétt til þriggja mánaða óskertra launa í fæðingarorlofi. Það er ljóst, að þessi lög em skref í þá átt að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. VB. Skattamál. Lög þau um skattlagningu hjóna, sem giltu hér á landi til 1978 vom sett 1921. Var þar um samsköttun að ræða, sem á rætur að rekja ril þeirrar verkaskiptíngar, að eiginmaður aflaði tekna en konan ynni inni á heimilinu. Um eignir var ákvæði um, að heimilisfaðir greiddi skatt af eignum konu og bama. . Nokkrar breytíngar vom gerðar á lögum þessum, sem miðuðu að því að gera skattbyrði hjóna líkasta því sem gerist hjá einstaklingum, og með lögum ffá 1935 var ákveðið, að hjón skyldu bæði bera óskipta ábyrgð á greiðslu skattanna. Óbeinar tekjur, sem vinna á heimili gefur af sér, hafa aldrei verið skattlagðar. Eitt af aðalbaráttumálum KRFÍ var, að litið væri á konur og karla sem sjálfstæða einstaklinga hvað varðar skattalöggjöf án tillits tíl hjúskaparstöðu. Frá því skömmu eftir síðari heimsstytjöld hafa konur barist fyrir leiðréttingum á misrétti á skattgreiðslum hjóna. Við giftínguna hvarf konan af sjónarsviðinu sem sjálfstæður skattgreiðandi og taldist á framfæri manns síns. Giftar sem ógiftar konur vom


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.