loading/hleð
(11) Page [5] (11) Page [5]
 ÖLRÚN, Gullbrá, Geislalin! gaktu i lundinn fríða, fákurinn brúni bíður þín, bæði skulum við riða fram til hlíða, fram til Lambahlíða. Yið skulum liggja í lautunum á lóusönginn hlýða, tína blóm i brekkunum og berin út á móunum. En líttu’ ekki undir lyngið »þar launbirnir skríða«. Yið skulum ganga í gilið, þó gatan sé mjó, upp að stóra steininum, sem stendur undir fossinum. 'M'v Þar býr hann Litar, dvergurinn digri. Hann á að gera þér gyltan stól og gersemar fleiri: höfuðdjásn og hálsmen, hring og linda, silfurhnapp og sylgju, söðul og keyri, gullskeifu’ undir gæðinginn. Grætur rós á eyri. Greið er löngum gatan fram að Eyri. »Hvað er fegra en sólarsýn?« Sittu hjá mér dúfan mín, seinna ílýg eg suðr að Rín og sæki þér gull og dýra vín. »Hirði eg aldrei hver mig kallar vóndan heldur kyssi’ eg húsfreyjuna’ en bóndann«.


Þulur

Year
1916
Language
Icelandic
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þulur
https://baekur.is/bok/3a1bfe36-12ed-41ac-be81-daf5df38c57c

Link to this page: (11) Page [5]
https://baekur.is/bok/3a1bfe36-12ed-41ac-be81-daf5df38c57c/0/11

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.