loading/hleð
(7) Page [1] (7) Page [1]
TÚLKURNAR ganga sunnan með sjó. Mitt út á firði svam marbendill og hló. Báran upp að berginu bylti sér og dó. Hafmey sat á steini og hörpuna sló: »Hafðu við mig stakkaskifti stúlkukindin mjó; mig langar svo til landsins í laufgaðan skóg. Eg hef litið ungan svein út á grænum mó, upp frá þeirri stundinni enga fann eg ró. Tindilfætt er lukkan, treystu’ henni aldrei þó. Valt er á henni völubeinið og dilli-dó. Gef mér fima fótinn þinn, þú fær i staðinn sporðinn minn, kongurinn lætur kóralinn í krónuna þina binda, gljáskeljar og gimsteina gefur hann þér á linda. Glóir sól á tinda, — gaman er að synda um Unnarsali og Ægis lönd, yztu fram að sævarrönd, þá Sunna gengur Græði á hönd og geislabál þau kynda. Aftansunna svæfir káta vinda«.


Þulur

Year
1916
Language
Icelandic
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þulur
https://baekur.is/bok/3a1bfe36-12ed-41ac-be81-daf5df38c57c

Link to this page: (7) Page [1]
https://baekur.is/bok/3a1bfe36-12ed-41ac-be81-daf5df38c57c/0/7

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.