loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
AFMÆLI5RIT FAXA Eftir sýninguna kom hann til mín og bað mig um að taka að mér að verða félags- foringi skátanna, því að Friðrik Jesson, sem verið hafði fyrsti félagsforinginn, gat ekki sinnt því starfi eins og hann taldi þurfa, vegna anna við kennslu, sérstaklega sf. ndkennslu. Ég færðist undan í fyrstu, en lét þó til leiðast, þar eð mér voru pilt- arnir kærir og nokkuð tengdir vegna starfa í skólanum og starfið mér tengt vegna vin- áttu við Friðrik. Ég hafði aldrei verið skáti og kunni lítið af skátaíþróttum eða lærdómi þeirra og gekk inn í þetta félag með hálfum hug, en lofa nú af heilum hug þá tilviljun, að ég steig þetta spor, sem hefur fært mér mikinn lærdóm, vináttu góðra drengja og mörg ógleymanleg atvik. Ég hafði af litlu að miðla, en drengirnir sýndu mér traust. Verkefnin, sem ég lagði fyrir þá, voru leyst- Þeir sökktu sér niður í skátabækur og kenndu hver öðrum. Þegar það var tæmt, sem hendi var næst, og mér fannst við vera að komast í mát og eigi enn búnir að binda félagsskapinn nógu styrkum skátaböndum, fengum við ágætan skáta frá Reykjavík, Sigurbjörn Þorbjörns- son, og hann afstýrði málinu og blés í fé- lagið sönnum skátaanda. Margir álitu, að vart væri hægt að hafa skátaútilegur á þessum litla hólma — en það fór öðruvísi. Eða hvaða skátaferðalög er hægt að fara í hér, þar sem aðeins er steinsnar milli Urða og Hamars, Faxa og Stór-Höfða? Heimaey og úteyjarnar hafa reynzt dásamlegar uppeldisstöðvar fyrir skáta. Verkefnin, sem skátarnir leystu af hendi fyrstu árin, voru t. d. hreinsun Strembu- hellis, upphleðsla Hvíldarvörðu, leitir, ganga um allar strendur Heimaeyjar og geta að henni lokinni staðsett 50 örnefni, kaup skálans og umsjón skógræktarsvæðisins úti í Hrauni, göngur, fundir úti og inni, fjársafnanir og aðstoð á útisamkomum, varðeldar á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Yfir allri byrjun er viss ljómi, og þó að hún sé oft örðug, er hún samt léttari en viðhald víðtæks félagsskapar, þegar mörg- um er of gjarnt á að miða allt við vissa vel- gengistíma og tala um afturför eða kyrr- stöðu. Ég hef nú um nokkur ár fylgzt með skátafélaginu Faxa úr fjarlægð, og það hefur glatt mig og aðra félaga, sem höfum „lagzt út,“ að Faxi hefur vaxið, og hann hefur átt glæsilegri tímabil og innt fjöl- þættara starf af höndum en þegar við vor- um með- Stúlkurnar hafa átt sinn þátt í velgengni félagsins. Hann hefur ávaxtast vel „10- kallinn," sem við piltarnir gáfum kven- skátasveitinni, þegar hún var stofnuð. Stúlkurnar lögðu sig vel fram þegar frá byrjun og færðu léttleika, glaðværð og yndisþokka inn í starfið. Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á herðum þeim, sem standa fyrir sam-skátafélagi stúlkna og piltá. Okkur var þetta ljóst frá byrjun og settum samstarfinu vissar reglur, sem hafa 1. desember 1939. Gengið fylktu líði inn i Herjólfsdal. 3


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.