loading/hleð
(13) Page 7 (13) Page 7
Kaupmannahöfn, 17. d. októberm. 1865. Herra ritstjóri! í «Fædrelandet» 12. þ. m. er «bréf» nokkurt, sem á að vera skrifað í Reykjavík. Eg finn mér skylt að fara um það nokkrum orðum, og vilþví biðja yður að ljá athugasemdum þessum rúm í hinu heiðraða blaði yðar. það liggur í augum uppi, að til þess að koma sannindablæ á sögu sína hefir höfundur bréfsins gjört sér allt far um að sýnast vera nákunnugur högum íslands og mönnum þar, einkum á alþíngi. En gæti menn að, hvernig þar hagaði þá til í raun og veru, og beri sögusögn hans saman við það, þá hljóta menn að komast að raun um, að skýrsla hans er næsta óáreiðanleg, og það svo rammskökk, að hann hefir alls eigi getað verið i Reykjavík á þeim tíma, sem bréfið er dagsett. það er næsta ótrúlegt, að höfundurinn hafi haft svo ákafan áhuga á mál- inu, að hann hafi sjálfur spunnið upp slíkar sögur, sem hann hefði sjálfur mátt vita að voru helber ó- sannindi. Fremur verða menn að ímynda sér, að hann hafi haft fyrir sér einhver fjarskalega afbökuð skilríki og hlaupið eptir þcim. Eg vil því leyfa mér að gefa yður áreiðanlega skýrslu með sem fæstum orðum um það, sem hann hefir ætlað að fræða á. flöfundurinn læzt vera nokkurnveginn ánægður með úrslit allflestra mála á síðasta alþíngi, en þyk- ist vera mjög óánægður með meðferð þíngsins á


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Year
1867
Language
Icelandic
Pages
36


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Link to this page: (13) Page 7
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/13

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.